Hafnfirðingar hafi sumir tekið eftir að Lækurinn frjósi ekki alveg eins og áður, þrátt fyrir frosthörkur, sem gæti bent til aukins hita í vatninu.
Á Facebook-síðunni Project Henrý hafa birst tvær færslur þar sem bent er á mögulegan hita í Læknum í Hafnarfirði en í þeirri fyrri eru birtar ljósmyndir sem sýna að Lækurinn er ekki alveg frosinn. Við myndirnar stendur:
„Þið sem þekkið til. Þetta er breyting, miðað við frostið undanfarið ætti Lækurinn að vera alveg „ísaður“. Ein ábendingin er að heitir pottar í Setberginu séu með rangt tengt affall/frárennsli og það farið út í Lækinn.“
Þá birtist önnur færsla þar sem maður nokkur hafði tekið drónamyndir af Læknum og nágrenninu sem sýnir hitamun í litum en dróninn er þó ekki búinn hitamæli. Við myndirnar stendur: „Væri gaman að hitamæla vatnið. Virðist koma svona ofan úr Kaldárselshverfinu allavega.“
Mannlíf bíður svara frá Hafnarfjarðarbæ og Náttúrustofnun um málið.