Þrítugur maður var handtekinn, grunaður um morð í austurbæ Reykjavíkur í kvöld. Sá látni er á fimmtugsaldri.
Samkvæmt Rúv er mikill viðbúnaður á vettvangi en Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti fréttina við fréttastofu.
Ekki hefur lögreglan getað gefið frekari upplýsingum um málið að svo stöddu en von er á tilkynningu fljótlega.
Samkvæmt Margeiri Sveinssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni, er sá látni karlmaður á fimmtugsaldri. Málið er í rannsókn en talið er að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti.
Sá grunaði í málinu, karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn.