Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Grunur um þrjár byrlanir á Akureyri í nótt: „Eins og fólk sé meira meðvitað um þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Vísi í dag er sagt frá því að grunur leiki á að þremur hafi verið byrlað ólyfjan á Akureyri í nótt, tveimur konum og einum karlmanni.

Þar kemur fram að önnur kvennana hafi fundist nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum. Vinir hinna tveggja einstaklinganna komu þeim á slysadeild.

„Það fór lögreglumaður á bráðamóttökuna en við náðum ekkert að ræða við viðkomandi einstaklinga til þess að spyrja út í ferðir þeirra og fleira,” segir Árni Páll Jóhannesson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Árni segir að rannsókn málsins sé á frumstigi og ekki sé vitað hvaða efni hafi verið notuð til að byrla fólkinu. Hann vill meina að almennt hafi ekki verið mikið um byrlanir á Akureyri, í það minnsta hafi lögregla ekki vitneskju um það.

Nú sé hinsvegar að eiga sér stað vitundavakning og því sé fólk hugsanlega meira á varðbergi og vakandi fyrir einkennum.

„Það er hefur verið mikil umfjöllun um byrlanir og þá er eins og fólk sé meira meðvitað um þetta og fylgist kannski meira með vinum sínum á djamminu. Af þeim sökum er fólk kannski að horfa meira eftir þessu og ef vinirnir eru kannski ekki alveg bara í ölvunarástandi þá kannski er farið með þau á bráðamóttöku til skoðunar,” segir hann.

- Auglýsing -

Hann segir umræðuna jákvæða og gott að fylgst sé betur með þessu en áður.

„Það er bara mjög nauðsynlegt, til dæmis miðað við það sem hefur verið að gerast í höfuðborginni og á skemmtistöðum að fólk sé meðvitað um þetta og fylgist betur með hvoru öðru,“ segir Árni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -