Nýrri peysu frá Gucci var kippt úr sölu þegar netverjar bentu á að hún minnti óneitanlega á „blackface“-gervi.
Tískuhús Gucci hefur sent frá sér aföskunarbeiðni vegna umdeildrar peysu sem tekin var út sölu nýlega. Peysan þykir minna mikið á „blackface“-gervi sem er tengt sögu kynþáttafordóma.
Þegar peysan var sett á markað olli hún miklu fjaðrafoki, ekki síst á samfélagsmiðlum. Þegar í ljós kom að peysan fór fyrir brjóstið á mörgum var henni kippt úr sölu. Peysan kostaði í kringum 100.000 krónur. Í afsökunarbeiðninni kom fram að teymi Gucci ætlar að læra af þessum mistökum.
Peysa Gucci er ekki eina „blackface“-hneykslið sem hefur komið upp í tískuheiminum undanfarið. Nýlega neyddist tískuhús Prada til dæmis til að taka varning úr sölu þar sem hann minnti á „blackface“-gervi.
If you hire more Black people and cultivate an environment where people on all levels of the company feel comfortable to speak up incidents like this will be avoided.
— Vanessa Veasley (@VanessaVeasley) February 7, 2019