Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Guðbjörg Magnúsdóttir er fallin frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Guðbjörg Magnúsdóttir er fallin frá eftir baráttu við krabbamein.

Guðbjörg Magnúsdóttir, söngkona, er fallin frá eftir hetjulega baráttu við krabbamein en hún var 49 ára gömul. Hún lést á heimili sínu í Noregi en hún hafði búið þar undanfarin ár með fjölskyldu sinni. Guðbjörg var lengi ein af fremstu söngkonum landsins og í lykilhlutverkum í fjölda Broadway sýninga meðan hún bjó á landinu. Þá söng hún fyrir ýmsar teiknimyndapersónur í íslenskri talsetningu og má meðal annars nefna A Bugs Life og Pocahontas 2 í því samhengi.

Margir mun eftir þátttöku hennar í Söngvakeppni sjónvarpsins en þar söng yndislegt lag sem heitir Aðeins ætluð þér sem María Björk Sverrisdóttir samdi.

Guðbjörg eignast fjögur börn með eftirlifandi eiginmanni sínum Kristjáni Haukssyni og leit á son Kristjáns sem hennar eigið.

„Það er mér óendanlega sárt að þurfa að segja frá því að yndislega Guðbjörg Magnúsdóttir, minn besti vinur, sálufélagi og eiginkona er fallin frá. Hún dó eftir hetjulega baráttu við krabbamein i morgun. Fyrir mína hönd, barna okkar og aðstandenda vil ég þakka fyrir allan þann velvilja og stuðning sem okkur hefur verið sýndur. Hún verður grafin á Íslandi við hlið sonar okkar Magnúsar Óla í október en nákvæm tímasetning hefur ekki verið ákveðin,“ sagði Kristján, eiginmaður hennar, á Facebook.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -