Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Guðbjörn dó næstum í snjóskafli: „Þolmörk gagnvart bíldruslum í vegkantinum geta verið ótrúleg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Á þessum erfiðu stöðum myndast strax snjóskaflar sem ekki eru stórir eða langir. Í einum slíkum dó ég næstum í hræðilegu bílslysi fyrir nokkrum árum, sem ég hef enn ekki jafnað mig á. Ég er því í grunninn sammála „eðlilegum lokunum“ en verð að segja að mikið vantar upp á að snjóruðningur hafi verið góður á liðnum árum.“

Þetta segir Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður og óperusöngvari, á Facebook en þar gagnrýnir hann hvernig staðið hefur verið að snjóruðningi sem og viðbrögðum við hinni miklu snjókomum undanfarna daga.

„Ég ek Reykjanesbrautina nær daglega og á sumrin er ég mikið á ferðinni úti á landi þegar ég er að vinna sem leiðsögumaður. Ég bjó lengi í Þýskalandi og Sviss og þekki því einnig ágætlega hvernig umferðin gengur þar fyrir sig. Allsstaðar getur mikið óveður leitt til þess að erfitt getur reynst að ryðja akstursleiðir,“ segir Guðbjörn.

Hann segir þó sumt greina löndin frá hvor öðru. „Það sem ég tek hins vegar eftir hér á landi, er að þolmörk vegagerðarinnar og lögreglu gagnvart bíldruslum, sem eru bilaðar í vegkantinum geta verið ótrúleg. Maður er jafnvel að horfa upp á bilaðan bíl dögum saman áður en hann er sóttur. Það sama má sjá núna að fólk er stopp en bíllinn er ekki fjarlægður.

Á sumrin má sjá að ferðamenn – aðallega erlendir – stöðva bílana þar sem þeir vilja. Annað sem maður tekur eftir er að margir bílar eru illa búnir til vetraraksturs. Áróður ákveðinna stjórnmálaafla gegn öllu sem talist getur til bóta fyrir einhvern sem er að ferða á Íslandi – sem er við heimskautabauginn – er mjög áberandi,“ segir Guðbjörn.

Hann tekur undir með þeim sem segja hringtorgin við Leifsstöð vandamál. „Það er hárrétt að vandamálin við að komast að og frá Keflavíkurflugvelli eru hringtorgin rétt hjá Flugstöðinni. Þetta vandamál er búið að vera til staðar í nokkur ár. Þó er rétt að minnast á nokkra staði á brautinni sjálfri þar sem snjór safnar upp í hverjum skafrenningi og ætti því ekki að koma á óvart,“ segir Guðbjörn.

- Auglýsing -

Hann þekkir þetta á eigin skinni, því líkt og fyrr segir, lenti hann í slæmu bílslysi við þessar aðstæður. „Á þessum erfiðu stöðum myndast strax snjóskaflar sem ekki eru stórir eða langir. Í einum slíkum dó ég næstum í hræðilegu bílslysi fyrir nokkrum árum, sem ég hef enn ekki jafnað mig á. Ég er því í grunninn sammála „eðlilegum lokunum“ en verð að segja að mikið vantar upp á að snjóruðningur hafi verið góður á liðnum árum. Fordæmalausar aðstæður skapast oft á Íslandi vegna legu landsins og náttúruaflanna og viðbrögð við þeim þarf að skipuleggja og síðan bregðast við en ekki leggja hendur í skaut.“

Annar þekktur söngvari, Bergþór Pálsson, tekur undir með honum í athugasemd og skrifar: „Sammála Guðbjörn, en stundum þurfum við að læra núvitund, anda inn í aðstæður. Það er svo mikil heift í samfélaginu að það skelfir mig. I gær var flugi að miklu leyti aflýst í Bandaríkjunum út af snjókomu, það gerist á bestu bæjum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -