Guðjón Eyjólfsson endurskoðandi lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 4. apríl síðastliðinn. Guðjón var á 94. aldursári. Mbl.is greinir frá andlátinu.
Þann 23. júní árið 1930 fæddist Guðjón í Keflavík. Áður en hann varð endurskoðandi starfaði Guðjón meðal annars hjá Verslunarsparisjóðnum og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í New York 1956 til 1958. Árið 1960 varð hann svo löggiltur endurskoðandi og var með eigin skrifstofu um langt skeið og síðar í félagi með öðrum í Stoð endurskoðun. Guðjón starfaði einnig hjá Deiloitte til ársins 1998 en þá hóf hann störf hjá Kaupþingi en þar starfaði hann til ársins 2008. Frá því ári og fram á síðustu ár hjálpaði hann fjöldi manns með ýmiskonar ráðgjöf.
Þá var Guðjón heiðursfélagi í Lionsklúbbnum Nirði og á sínum tíma var hann virkur í skátahreyfingunni en hann var lengi vel gjaldkeri Bandalags íslenskra skáta. Safnaði hann mynt alla sína ævi en árið 2017 gaf hann veglegt myntsafn sitt til Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ en það var gamli barnaskólinn hans.
Guðjón var kvæntur Guðlaugu Ottósdóttur. Hún fæddist 1931 og lést árið 2012. Þau eignuðust fimm börn; Eyjólf, fæddan 1956, dáinn árið 2014, Ottó, fæddan 1957, Karólínu, fædda 1958, Áslaugu, fædda 1961 og Gunnar, fæddan 1968.