Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Guðjón stóð af sér Vítalíumálið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fráfarandi stjórn Festi hf. hlaut ekki eitt einasta atkvæði frá tveimur af þremur stærstu hluthöfum félagsins.  Guðjón Reynisson stjórnarformaður var þó endurkjörinn. RÚV greinir frá þessu. Þetta var niðurstaða hluthafafunds sem haldin var í hádeginu en ástæða hans var mál Vítalíu Lazarevu.

Nánar tiltekið þá var fundurinn boðaður í kjölfar uppsagnar Eggerts Þórs Kristóferssonar sem forstjóra Festis. Ólga var meðal hluthafa í félaginu vegna ákvörðunar fráfarandi stjórnar að reka Eggert en fyrst héldu menn því fram að hann hefði hætt. Ljóst er að Eggert var rekinn vegna máls Vítalíu og hvernig hann tók á því.

Eggert virðist hafa staðið með henni, ólíkt öðrum, og því verið látinn fjúka. Vítalía hefur sjálf sagt að Eggert hafi verið einn fárra sem hlustaði á hana eftir að hún sakaði Þórð Már Jóhannesson, þáverandi stjórnarformann Festi, um að hafa, ásamt öðrum, brotið gegn sér kynferðislega í líklega umtöluðustu sumarbústaðarferð Íslandssögunnar.  Lögregla rannsakar nú bæði kæru hennar um kynferðisbrot og ásakanir á hennar hendur um fjárkúgun.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, sem á stærsta hlutinn í Festi, og Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem á þriðja stærsta hlutinn, hunsuðu í dag alla frá fráfarandi stjórn á fundinum í dag og greiddu henni ekki eitt einasta atkvæði. Sigurlína Ingvarsdóttir, Magnús Júlíusson og Hjörleifur Pálsson eru nýir stjórnarmenn en Guðjón Reynisson og Margrét Guðmundsdóttir halda sæti sínu.

Í kvöldfréttum RÚV sagði Guðjón að hann teldi væringar undanfarna mánaða ekki hafa skaðað félagið. „Það er aldrei gott að vera svona mikið í fréttunum. En ég held að þetta hafi ekkert skaðað okkur þannig að þetta sé ekki eitthvað sem við getum lagað bara með okkar góðu vinnu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -