Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Guðlaug Edda datt illa af hjóli á Ólympíuleikunum – Endaði í 51. sæti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenski Ólympíufarinn Guðlaug Edda Hannesdóttir lenti í því að detta illa af hjóli sínu þegar hún var að keppa í þríþraut en gerðist það á fimmta hring.

Guðlaug féll niður um mörg sæti vegna þess en hún kláraði keppnina í 51. sæti tæpum 16 mínútum á eftir sigurvegaranum Cassandre Beaugrand en Guðlaug var í 39. sæti þegar hún féll. Í samtali við mbl.is eftir keppnina sagðist Guðlaug vera marin, með sár og bólgin en annars fín. Lokatími hennar var 2:10:46 mín.

Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur keppir í þríþraut á Ólympíuleikum en í þríþraut er keppt í sundi, hjólreiðum og hlaupi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -