Íslenski Ólympíufarinn Guðlaug Edda Hannesdóttir lenti í því að detta illa af hjóli sínu þegar hún var að keppa í þríþraut en gerðist það á fimmta hring. Guðlaug féll niður um mörg sæti vegna þess en hún kláraði keppnina í 51. sæti tæpum 16 mínútum á eftir sigurvegaranum Cassandre Beaugrand en Guðlaug var í 39. sæti þegar hún féll. Í samtali við mbl.is eftir keppnina sagðist Guðlaug vera marin, með sár og bólgin en annars fín. Lokatími hennar var 2:10:46 mín. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur keppir í þríþraut á Ólympíuleikum en í þríþraut er keppt í sundi, hjólreiðum og hlaupi.