Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Guðlaugur ætlar í Bjarna: „Við getum ekki sætt okkur við að vera í þessari stöðu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Staðreyndir liggja fyrir og við getum ekki sætt okkur við að vera í þessari stöðu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra  í samtali við RÚV.

Það er því nokkuð ljóst að Guðlaugur ætlar að bjóða sig fram gegn Bjarna Benediktssyni í formann Sjálfstæðisflokksins. Líkt og Mannlíf greindi frá í gær. Landsfundur flokksins verður haldinn fyrstu helgina í nóvember.

„Staðan er bara þessi að það hafa mjög margir skorað á mig að gera það. Tónninn er allur sá sami, að fólk hefur áhyggjur af stöðu flokksins, eðli málsins samkvæmt. Það sættir sig ekki, frekar en ég, við þá stöðu sem við erum í,“ segir Guðlaugur Þór

Bjarni Benediktsson hefur gegnt formennsku Sjálfstæðisflokksins frá því árið 2009. Fylgi flokksins hefur næstum allan þann tíma verið rétt ríflega 20 prósent.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -