Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Guðlaugur segir Sjálfstæðisflokkinn setja markið hærrra: „Við eigum að geta gert betur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðlaugur Þór féll og fótbrotnaði og sótti landsfund Sjálfstæðisflokksins á hækjum þar sem hann bauð sig fram gegn sitjandi formanni, Bjarna Benediktssyni, og laut svo í lægra haldi. Í nýju helgarbaði Mannlífs talar Guðlaugur meðal annars um kosningarnar. En má líkja fallinu við steinhleðsluna og röngu húsin við það fall? Þá byltu?

Mynd: Kazuma Takigawa

„Nei, ég geri það nú ekki. Auðvitað er það þannig að þegar maður fer í framboð þá vill maður ná settu marki. Hins vegar er ég mjög stoltur af þessu framboði og að fá yfir 40% gegn sitjandi formanni sem er í ríkisstjórn; að yfir 40% landsfundarfulltrúa velji mann,“ segir Guðlaugur Þór og nefnir traustið og jákvæðu viðbrögðin á fundinum sem hann fann í tengslum við áherslur sínar. „Mér fyndist ég vera vanþakklátur ef ég væri ekki stoltur og ánægður með að hafa fengið þann stuðning. Þannig að mér líður mjög vel með þessa ákvörðun og ég er líka ánægður með viðbrögðin við áherslum mínum. Fólk í Sjálfstæðisflokknum er almennt sammála um að við getum gert betur og eigum að geta gert betur. Við eigum að leggja áherslu á þau grunngildi sem við höfum hvort sem það er frelsið, stétt með stétt, jöfn tækifæri, ráðdeild og annað það sem við stöndum fyrir. Við setjum markið hærra og við eigum að geta gert betur og það er ekki bara mikilvægt fyrir okkur. Það er mikilvægt fyrir þjóðina.“

En finnur Guðlaugur Þór samt ekki fyrir vonbrigðum?
„Eins og ég segi; maður fer í framboð til þess að ná kjöri en á sama tíma var ljóst alveg frá upphafi að það væri erfitt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -