Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Guðlaugur Þór brenndist illa: „Ég er með landkort af Texas á bakinu en það er allt í lagi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðlaugur Þór Þórðarson er í nýju helgarblaði Mannlífs.Þar talar hann meðal annars um slysin, úrslitin í formannskjörinu, áherslumál sín, málefni norðurslóða og hælisleitenda, skipulagða glæpastarfsemi og loftslagsbreytingar, hverju hann hefur komið til leiðar á Alþingi í gegnum árin, fjölskylduna og sorgina.

Mynd: Kazuma Takigawa

Guðlaugur Þór segist hafa ökklabrotnað þegar hann var í vitlausu húsi og á leið í annað vitlaust hús og fór yfir steinhleðslu. Þar rann hann og datt og fann strax að hann væri fótbrotinn. „Þetta var sárt en ekkert í líkingu við það að kveikja í sér,“ segir ráðherrann sem brenndist illa fyrir nokkrum árum síðan. „Þetta var skömmu fyrir jól og við vorum með kveikt á kertum hér og þar. Ég tók ekki eftir kerti í gluggakistu sem ég stóð upp við og svo fór sem fór.“

Hversu slæmur var bruninn?
„Hann var slæmur. Hann var djúpur annars stigs bruni og ég var á spítala í tvær eða þrjár vikur. Það var miklu alvarlegra heldur en ökklabrotið.“
Hvað með ör?
„Ég er með landkort af Texas á bakinu en það er allt í lagi.“
Hefði ráðherrann viljað hafa landakort með öðru ríki á á bakinu?
„Nei. Móðursystir mín bjó í Texas og ég fór oft þangað þannig að mér er hlýtt til Texas. Þannig að það er allt í lagi.“

Guðlaugur Þór er vanur því að verða fyrir skakkaföllum. Slasa sig.
„Það er af nógu að taka. Fyrsta æskuminning mín er þegar maður í hvítum sloppi benti á mömmu og spurði hvaða kona þetta væri og ég sagði „Sonja Guðlaugsdóttir“. Þá var ég höfuðkúpubrotinn á spítala á Akranesi,“ segir hann en viðtalið má lesa í heild sinni í nýju helgarblaði Mannlífs

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -