Mánudagur 6. janúar, 2025
-3.2 C
Reykjavik

Guðlaugur Þór hælir Bjarna í hástert: „Verk hans skiluðu þjóðinni miklu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Guðlaugur Þór Þórðarson hælir Bjarna Benediktssyni í hástert í nýrri Facebook-færslu, nú þegar Bjarni hefur ákveðið að stíga til hliðar, bæði sem þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins.

Guðlaugur Þór, sem bauð sig fram gegn Bjarna Benediktssyni í síðustu formannskosningum Sjálfstæðisflokknum, eyddi jólahátíðinni í Mexíkó með fólkinu sínu en margir bíða nú spenntir eftir því að hann segi af eða á hvort hann hyggist bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, núverandi formaður flokksins tilkynnti í dag að hann hyggðist ekki halda áfram formennsku og má því ætla að nú fari allar vélar í gang í flokknum en Guðlaugur Þór þykir nokkuð líklegur arftaki. Því supu sjálfsagt margir hveljur þegar þeir sáu að Guðlaugur hafði birt nýja Facebook-færslu og héldu eflaust að hann væri að tilkynna framboð sitt. Það var hins vegar ekki, þess í stað hældi hann Bjarni í hástert og þakkar honum fyrir góð störf. Hér má lesa færsluna í heild:

„Bjarni Benediktsson hefur verið einn öflugasti forystumaður þjóðarinnar á okkar tímum. Hann var sá sem leiddi endurreisnina eftir fjármálahrunið á tímabili þar sem lífsgæði þjóðarinnar hafa aukist til muna. Eftir hann liggja fjölmörg góð verk og hann getur litið stoltur yfir farinn veg.

Forystumaður og þá sérstaklega formaður Sjálfstæðisflokksins mun alltaf verða umdeildur en þegar að málin eru gerð upp í heild sinni mun öllum verða ljóst að verk hans skiluðu þjóðinni miklu.
Við kynntumst löngu áður en við settumst á þing og hefur samstarfið og samband okkar verið farsælt og gott á heildina litið þrátt fyrir að á ýmsu hafi gengið á löngum tíma. Bjarni er skemmtilegur félagi og hrókur alls fagnaðar.
Bjarni er á besta aldri og það verður spennandi að fylgjast með störfum hans í framtíðinni. Bestu kveðjur til hans og fjölskyldunnar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -