Guðlaugur Þór, sem bauð sig fram gegn Bjarna Benediktssyni í síðustu formannskosningum Sjálfstæðisflokknum, eyddi jólahátíðinni í Mexíkó með fólkinu sínu en margir bíða nú spenntir eftir því að hann segi af eða á hvort hann hyggist bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, núverandi formaður flokksins tilkynnti í dag að hann hyggðist ekki halda áfram formennsku og má því ætla að nú fari allar vélar í gang í flokknum en Guðlaugur Þór þykir nokkuð líklegur arftaki. Því supu sjálfsagt margir hveljur þegar þeir sáu að Guðlaugur hafði birt nýja Facebook-færslu og héldu eflaust að hann væri að tilkynna framboð sitt. Það var hins vegar ekki, þess í stað hældi hann Bjarni í hástert og þakkar honum fyrir góð störf. Hér má lesa færsluna í heild:
„Bjarni Benediktsson hefur verið einn öflugasti forystumaður þjóðarinnar á okkar tímum. Hann var sá sem leiddi endurreisnina eftir fjármálahrunið á tímabili þar sem lífsgæði þjóðarinnar hafa aukist til muna. Eftir hann liggja fjölmörg góð verk og hann getur litið stoltur yfir farinn veg.