Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, ósáttur með hegðun Þjóðverja.
Umhverfisráðherrann Guðlaugar Þór Þórðarson er vægast sagt ósáttur með hinn þýska Pete Ruppert og hegðun hans á Íslandi. Þjóðverjinn fór illa með íslenska náttúru á fjórtán tonna þungum bíl og skemmdi friðlýsta svæði. Sjálfur hafði Pete Ruppert lítið gott að segja um land og þjóð.
„Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og ég kallaði eftir upplýsingum um þetta strax og ég sá þetta,” sagði Guðlaugur í samtali við mbl.is um málið. „Þarna eru menn á gríðarlega stórum trukk á viðkvæmu svæði og það segir sig sjálft að þarna er ekki farið fram með þeirri virðingu og varkárni sem ber að viðhafa á svæði sem þessu, þetta eru Þjórsárverin okkar,“ sagði Guðlaugur.
„Það er sláandi að sjá þetta, þarna er vegið að ósnortinni náttúru og þeirri miklu fjölbreytni sem hún geymir,“ sagð Guðlaugur Þór að lokum.