Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Guðmundur Árni blæs til sóknar í Hafnarfirði: Skjálfti í Sjálfstæðismönnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Allt lítur út fyrir að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn muni berjast um sigurinn í í Hafnarfirði í komandi sveitastjórnarkosningum, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í Hafnarfirði síðustu átta árin.
Samkvæmt heimildum Mannlífs innan stjórnkerfis Hafnarfjarðarbæjar er kominn talsverður skjálfti í Sjálfstæðismenn vegna góðs gengis Samfylkingarinnar í nokkrum skoðanakönnunum sem flokkarnir í Hafnarfirði hafa keypt; í könnunum er að sjá að Samfylkingin hefur stóraukið við fylgi sitt en að Sjálfstæðisflokkurinn tapi talsverðu fylgi, en framsókn haldi sínum eina manni. Viðreisn og Píratar virðast einnig á blaði, en aðrir flokkar, Bæjarlisti, Miðflokkur og VG langt frá kjörnum bæjarfulltrúa.
Svakaleg endurkoma Guðmundar Árna úr sendiherrastörfum úti í heimi í  bæjarpólitíkina í Hafnarfirði gjörbreytti landslaginu þar í bæ. Eða eins og einn viðmælandi Mannlífs orðaði það:
„Gamli (Guðmundur Árni) er í fantaformi og út um allan bæ í heimsóknum til félagasamtaka og fyrirtækja. Svakalegur kraftur í honum – hann er eins og unglamb; alveg á útopnu og greinilegt að mikill hugur er í honum og öllu Samfylkingarfólki sem og mörgum öðrum í Hafnarfirði sem heillast hafa af Guðmundi Árna, enda er hann mikill leiðtogi.“
Margir innan stjórnkerfis Hafnarfjarðarbæjar sem og hinn almenni Hafnfirðingur hafa nefnt það við blaðamann Mannlífs að þeim finnist vera komin mikil þreyta í bæjarstjórnina og að þeim hugnist vel breytingar:
„Rósa er í erfiðri stöðu og hún hefur ekki verið sannfærandi í kosningabaráttunni hingað til. Rósa gerði sér enga grein fyrir hversu gríðarleg mistök hún væri að gera með því að selja hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum, upp á tæpa 4 milljarða króna. Af nógu öðru er svo sem að taka, en þetta mál, þessi sala, hún mun líklegast reynast Rósu mjög erfið, eða verður jafnvel bara banabiti hennar í kosningunum nú, enda margir Hafnfirðingar mjög reiðir yfir áðurnefndri sölu,“ segir einn heimildarmaður Mannlífs innan Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Þeir fjöldamörgu sem Mannlíf hefur rætt við varðandi kosningarnar segja flestir að þeir búist við að baráttan um Hafnarfjörð munu snúast um tvo turna, Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokk og þá um leið forystufólk þessara flokka, Guðmund Árna Stefánsson og Rósu Guðbjartsdóttur. Hvort þeirra mun verða í öndvegi við stjórn bæjarins?
Eins og staðan er í dag þurfa Sjálfstæðismenn að hysja upp um sig buxurnar svo ekki fari illa fyrir þeim – Samfylkingin með Guðmund Árna í toppformi er komin vel fram úr Sjálfstæðisflokknum, það sýna vel kannanir sem flokkarnir sjálfir hafa látið gera; þá hvítnuðu mörg andlit Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Ljóst er að baráttan um Hafnarfjörð verður hörð þar sem Samfylking og Sjálfstæðisflokkur virðast ætla að berjast um sigurinn; þó má ekki útiloka aðra flokka sem munu væntanlega hafa mikið að segja um skipan í nýjum meirihluta í vor, en ekki er talið líklegt að einhver einn flokkur fái hreinan meirihluta:  Það gerði Samfylkingin 2002 og 2006 . En það gerðist líka 1990 – þá vann Alþýðuflokkurinn undir stjórn Guðmundar Árna stóran sigur í Hafnarfirði, hlaut 6 menn kjörna af 11 mögulegum. Og nú er hann kominn aftur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -