Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Guðmundur Árni sagði af sér ráðherraembættinu: „Mér fannst líf og ferillinn á endapunkti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lærir af mistökum

Fyrrverandi blaðamaður, lögreglumaður, bæjarfulltrúi, bæjarstjóri, alþingismaður og ráðherra; hann var heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1993–1994 og félagsmálaráðherra 1994. Varaformaður Alþýðuflokksins um tíma.

Guðmundur Árni sagði af sér ráðherraembættinu í nóvember 1994. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir pólitískar ákvarðanir sem leiddu til þess að hann sagði af sér embætti. „Já, ég hefði getað gert hlutina betur. En ég var sá fyrsti sem tók ábyrgð á gerðum mínum. Þetta var erfiður tími en ég átta mig á því að ég gerði rétt; pólitík snýst ekki bara um eigið egó heldur líka hina stóru mynd.”

Þetta voru erfiðir tímar og mér fannst líf og ferillinn á endapunkti en ég var sáttur í sinni; sérstaklega þegar frá leið.

Svo kom út bók fyrir jólin þetta ár, sem var 1994, eftir að Guðmundur Árni sagði af sér sem ráðherra: Bókin heitir „Hreinar línur“. „Þetta voru erfiðir tímar og mér fannst á einhverjum tímapunkti að ferillinn væri á enda en þegar frá leið var ég sáttur í sinni. Ég fékk símtal örfáum dögum eftir afsögn, 11.nóvember, og ég spurður hvort ég vildi ekki bara dúndra þessu á bók einn, tveir og þrír. Ég og Kristján Þorvaldsson, vinur minn og blaðamaður, tókum höndum saman og kláruðum bókina á 10 dögum.“

„Allt á hreinu.“ Er Guðmundur Árni alltaf með allt á hreinu? „Nei, alls ekki. Ég ætla að vona að enginn sé með það.“

Guðmundur Árni Stefánsson hélt áfram í pólitík; var endurkjörinn á þing 1995, 1999 og 2003 en hætti svo árið 2005.

- Auglýsing -

„Ég hætti ekki í pólitík vegna þess að ég væri búinn að fá nóg af henni sérstaklega heldur hitt að ég og flokkurinn minn hafði verið í stjórnarandstöðu í 10 ár og það er agalegt hlutskipti. Þeir þekkja það sem hafa verið nánast algjörlega áhrifalausir í þinginu. Það reyndi á þolrifin og ég hugsaði með mér hvort það væri ekki komið að kaflaskiptum; ég var fimmtugur og hugsaði með mér hvort það væri ekki bara ágætt ef mér gæfist tækifæri til þess að skipta um hlutverk. Og það á fólk að gera reglulega og ég hef gert það í gegnum tíðina.“ Og Guðmundur Árni varð svo sendiherra í Svíþjóð. Meira um það síðar.

Fólk talar oft um að pólitíkusar séu svona og hinsegin og að pólitíkin sé skítug og að henni fylgi spilling.

Jú, það er þessi pólitík sem togar núna í Guðmund Árna þar sem hann situr í Winnipeg. Hann talaði um vírus. „Það er eiginlega allt,“ segir hann þegar hann er spurður hvað það sé nákvæmlega sem heillar hann svona við pólitíkina. Stjórnmálin. „Fólk talar oft um að pólitíkusar séu svona og hinsegin og að pólitíkin sé skítug og að henni fylgi spilling. Það getur vel verið að það sé eitthvað til í því en fólk gleymir því oft að oft hafa pólitískar ákvarðanir áhrif á daglegt líf fólks í smáu og stóru og fólk leiðir ekki hugann að því að einhvers staðar hefur þetta verið ákveðið; verð til dæmis á mjólkurlítra er meira og minna ákveðið af stjórnmálamönnum með beinum eða óbeinum hætti.

 

- Auglýsing -

Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra, sem er aðalræðismaður í Winnipeg og meðal annars fyrrverandi ráðherra, alþingismaður og bæjarstjóri í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér fyrir Samfylkinguna vegna komandi bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði og tekur því þátt í prófkjöri flokksins 12. febrúar. Hann vill oddvitasætið. Hann segir í viðtali við Mannlíf meðal annars frá þessari ákvörðun og áherslumálum og hann talar um pólitíkina og sendiherrastarfið í Svíþjóð, Bandaríkjunum, á Indlandi og í Winnipeg. Guðmundur Árni talar líka um sorgina en hann missti tvo syni sína árið 1985.

Viðtalið við Guðmund Árna Stefánsson má í heild sinni finna hér.

Guðmundur Árni Stefánsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -