Sundgarpurinn Guðmundur Leó Rafnsson bætti unglingamet sem Örn Arnarsson setti árið 1999. Guðmundur var að keppa í HM í sundi í morgun og keppti hann í 100m baksundi þegar hann bætti metið og synti á 52,69 sekúndum en gamla metið var 53,14 sekúndur. Tími Guðmundar skilaði honum hins vegar aðeins 40. sæti. Aðrir Íslendingar sem kepptu voru Vala Dís Cicero sem synti 400m skriðsund og lenti í 31. sæti, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir lenti í 38. sæti í flugsundi og Símon Elías Statkevicus synti einnig 50m flugsund og lenti í 49. sæti. Þá keppti Birgir Freyr Hálfdánarson í 200m fjórsundi og lenti í 36. sæti. Mótið er haldið í Búdapest og munu Snæfríður Sól Jónsdóttir og Snorri Dagur Einarsson keppa á morgun og blönduð boðsundsveit Íslands mun keppa í 4×50 fjórsundi.