Þriðjudagur 10. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Guðmundur bætti gamalt íslenskt sundmet á HM – Lenti í 40. sæti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sundgarpurinn Guðmundur Leó Rafnsson bætti unglingamet sem Örn Arnarsson setti árið 1999.

Guðmundur var að keppa í HM í sundi í morgun og keppti hann í 100m baksundi þegar hann bætti metið og synti á 52,69 sekúndum en gamla metið var 53,14 sekúndur. Tími Guðmundar skilaði honum hins vegar aðeins 40. sæti.

Aðrir Íslendingar sem kepptu voru Vala Dís Cicero sem synti 400m skriðsund og lenti í 31. sæti, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir lenti í 38. sæti í flugsundi og Símon Elías Statkevicus synti einnig 50m flugsund og lenti í 49. sæti. Þá keppti Birgir Freyr Hálfdánarson í 200m fjórsundi og lenti í 36. sæti.

Mótið er haldið í Búdapest og munu Snæfríður Sól Jónsdóttir og Snorri Dagur Einarsson keppa á morgun og blönduð boðsundsveit Íslands mun keppa í 4×50 fjórsundi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -