Guðmundur Jörundsson fatahönnuður er með þeim fyndnari á Twitter og í gærkvöldi sagði hann frá skemmtilegu atviki sem átti sér stað úti í búð.
„Ég missti kippu af Collab í búðinni með látum,“ segir hann og bætir við að í kjölfarið hafi unglingur „með stæla“ sagt við hann: „Gamli þú misstir eitthvað“
Ekki stóð á svörunum hjá Guðmundi ef marka má frásögn hans á Twitter.
„Ég: „Heyrðu ég get heyrt í strákunum fyrir þig ef þú vilt?“
U: „Ha?“
Ég: „Já strákunum í Mið-Íslandi hvort það sé pláss fyrir 1 í viðbót“
Fokkar ekki í gömlu fólki aftur þessi.“
Ég missti kippu af Collab í búðinni með látum.
Unglingur með stæla: "Gamli þú misstir eitthvað 🤣"
Ég: "Heyrðu ég get heyrt í strákunum fyrir þig ef þú vilt?"
U:"Ha?"
Ég:" Já strákunum í Mið-Íslandi hvort það sé pláss fyrir 1 í viðbót"
Fokkar ekki í gömlu fólki aftur þessi
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) August 21, 2022