Laugardagur 23. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Guðmundur Halldórsson skipstjóri er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Halldórsson skipstjóri í Bolungarvík er látinn. Guðmundur fæddist á Ísafirði árið 1933 og ólst þar upp en hann hefði orðið níræður næstkomandi janúar.

Fram kemur á bb.is að Guðmundur hafi verið sjómaður og stundað það ævistarf í rúmlega hálfa öld. Tók hann mikinn þátt í félags- og æslulýðsmálum og beitti sér meðal annars fyrir málefnum fatlaðra, íþróttakeppnum og stóð fyrir námskeiðum í sjóvinnu fyrir ungt fólk í Bolungavík. Samkvæmt Bæjarins bestu bar Guðmundur hag Vestfjarða fyrir brjósti og stóð oftar en einu sinni fyrir borgarafundum þar sem mikilvæg hagsmunamál Vestfirðinga voru rædd, þann síðasta í september 2017 á Ísafirði.

Þá kemur einnig fram hjá bb.is að barátta Guðmundar fyrir breytingum á kvótakerfinu fyrir 20 árum, hafi vakið athygli um land allt en í desember 2003 var tekin upp svonefnd línuívilnun sem í kjölfarið varð mikil lyftistöng fyrir útgerð á Vestfjörðum. Guðmundur var tekinn tali í Morgunblaðinu fyrir tíu árum síðan þar sem hann rifjaði upp stöðuna á sínum tíma „Við reyndum allt til að vekja athygli á málstað okkar, því tilveruréttur byggðarlaganna var í hættu. Þetta var upp á líf eða dauða,“ og „Línuívilnunin var lykillinn að nýrri uppbyggingu hér í plássinu og hefur skipt sköpum fyrir mörg minni byggðarlög.“

Árið 2002 var Guðmundur kjörinn Vestfirðingur ársins og er heiðursfélagi í Landssambandi smábátasjómanna og Eldingu, smábátafélaginu á Vestfjörðum.

Mannlíf vottar aðstandendum Guðmundar samúð sína.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -