Guðmundur Jónsson vélfræðingur er látinn en hann var 92 ára gamall. Mbl.is greindi frá andláti hans. Guðmundur fæddist í Reykjavík árið 1932 og voru foreldrar hans Jón Jóhannes Ármannsson og Guðlaug Margrét Guðmundsdóttir. Eftir að hafa lokið grunnskólanámi fór Guðmundur í Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann lærði vélfræði. Hann var í starfsnámi hjá Vélsmiðjunni Héðni og lauk vélstjórnarprófi frá Vélstjóraskólanum í Reykjavík. Hann starfaði lengi á sjó en var lengst af vélfræðingur hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Guðmundur var mikill skíðagarpur og keppti fyrir KR í íþróttinni og vann til verðlaun á þeim vettvangi. Hann var síðar sæmdur heiðursmerki KR. Hann var sömuleiðis virkur þátttakandi í stjórnmálum og tók þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins í Bústaðahverfi. Guðmundur lætur eftir sig fjögur börn.