Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Guðmundur: „Stuttu fyrir hnífsstunguna hafði Tómas dregið dóttur mína á hárinu niður tröppurnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mér finnst ég knúinn til að skýra frá aðdraganda áðurnefndra „hnífstungu“ sem var í rauninni smá rispa á bringu Tómasar, eiginmanns dóttur minnar. „Stuttu fyrir hnífsstunguna hafði Tómas dregið dóttur mína á hárinu niður tröppurnar“í íbúð þeirra og lamið hana síðan.“

Þetta segir Guðmundur Sigurður Guðmundsson, tengdafaðir Tómasar Waagfjörð, sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á dögunum. Líkt og Mannlíf hefur áður greint frá þá sakar ættingi Tómasar eiginkonu hans um að hafa stungið hann áður með hníf. Guðmundur segir að þá hafi dóttir sín einungis verið að verja sig. Hann segir það einnig hafa verið sjálfsvörn þegar Tómas var stungin til bana. Í seinna skiptið hafi þó vinur sambýliskonunnar skorist í leikinn, með þeim afleiðingum að Tómas hlaut stungusár sem dró hann til dauða.

Áður hefur komið fram að sambúð Tómasar heitins Waagfjörð og eiginkonu hans hafi verið stormasöm. Guðmundur segir að dóttir sín hafi verið beitt hrottalegu ofbeldi trekk í trekk. Guðmundur segir að í fyrra skiptið hafi dóttir hans dregið upp hnífinn til að verja sig eftir að Tómas dró hana á hárinu niður tröppurnar.

„Dóttir mín tekur fram hníf og heldur hnífnum fyrir framan sig til þess að reyna að hræða Tómas og reyna með þeim hætti að aftra honum frá að hann réðist á sig. Tómas er hins vegar æfur að reiði og ræðst á dóttur mína með þeim afleiðingum að hnífurinn stingst inn í bringu Tómasar um einn centimeter, og virðist hafa gengið á hnífinn í æsingnum og slær dóttir mína í höfuðið mörgum sinnum og brýtur í henni rifbein, síðan hendir hann henni á útihurð þar nálægt og höfuðið á dóttur minni stingst í gegnum glerrúðu á hurðinni og hrundu glerbrot út um allt.“

Guðmundur segir að það hafi verið heppni að dóttir hans hafi lifað þetta af. „Það var mesta mildi að hún slapp við að skera sig á glerbrotunum. Strax á eftir kom sjúkrabíll og lögregla á vettfang. Hinsvegar stór sá á dóttir minni á enni hennar kinnbeinum og nefi,og fossblæddi frá sárum hennar. Í dag er hún með ör í andlitinu eftir misþyrminguna,“ segir Guðmundur.

Lögregla rannsakar enn andlát Tómasar en dóttir Guðmundar hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Vinur hennar, sem kom henni til varnar að sögn Guðmundar, var á dögunum úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluarðhald.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -