Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Guðni: „Fáir sem vilja og velja að líða vel og vera hamingjusamir – ánetjuð fórnarlambssögunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni er dugandi pjakkur frá Keflavík sem lærði fljótlega að allt sem þú veitir athygli vex og dafnar hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Hann lærði snemma að vanmáttur og ótti er rót allrar neikvæðar framkomu og óheilinda, hann lærði einnig að það sem þú sérð er það sem þú öðlast og að hann réði sínu viðhorfi, hvað sem á gengi; viljum við breyta einhverju þá verðum við fyrst að breyta viðhorfi okkar til okkar.

Blaðakona hitti Guðna á spjall um lífið, jógað og næstu skref.

Ná árangri og öðlast varanlega velsæld

Guðni lagði upp í ferðalag lífssins með það í fararteskinu að verða móðir og föðurbetringur en komst síðan að því að það að nota neikvæðan hvata til að ná árangri og öðlast varanlega velsæld getur aldrei gengið til lengdar.

Hann segir að: „ef þú notar skortdýrið/vanmátt til að öðlast eitthvað þá getur þú aldrei sannarlega þegið, notið þess/þín.“

Þetta gerði það að verkum að hann hóf að hanna kerfi fyrir varanlega velsæld sem byggist á sjö skrefum/vörðum sem verða að umgjörð fyrir háttarlæg og gjörðir sem leiða okkur skref fyrir skref, andardrátt fyrir andardrátt inn í varanlega velsæld, núna.

Þetta kerfi kallast GlóMotion HeilRækt og samanstendur af öllum þáttum þjálfunnar; huglægum, andlegum, tilfinningarlegum, líkamlegum. Kerfið er vitundar þjálfun og byggist á ásetningi næringar þ.e. hvort við nærum fjarveru og skort eða veru og velsæld, einnig hvernig við notum líkamann sem vettvang og vistaverur sálarinnar.

- Auglýsing -

Við ákváðum að leggja allt okkar af mörkum

Aðaláherslan hjá þeim hjónunum Guðlaugu síðastliðinn 2 ár hefur verið GlóMotion Lífsfærniskólinn.

„Við ákváðum í upphafi faraldurssins að leggja allt okkar af mörkum til að styrkja áræðni og hugrekki í stað þess að leyfa óttanum að verða að trúarbrögðum. Við köllum þetta viðhorf að; veita athygli ekki viðnám. Kúnstin er að verja orkunni í það sem við viljum í stað þess sem við viljum ekki.“

Í upphafi faraldurssins var Guðni með hugleiðslur á netinu daglega sem voru mjög vel sóttar og síðan þegar þau töldu að þessu væri að linna þá færðu þau sig einu sinni í viku.

- Auglýsing -

Guðni segir okkur að HeilRækt á netinu hafi orðið til á þessum tímamótum þar sem starfsemi Rope Yoga setursins lagðist alveg niður um tíma. Þau buðu upp á GlóMotion Lífsráðgjafanám í fyrsta sinn sem þau vilja endurteka núna aftur í ár. Þá er það einkaráðgjöf sem hann hef boðið uppá síðan hann kom til Íslands aftur og segir að það hafi dafnað vel. Síðast en ekki síst öll máttar netnámskeiðin.

Mikill áhugamaður um líkamsrækt og hreysti

Guðni útskýrir fyrir okkur hvernig ferðalag hans hófst.

„Árið 1984 rak ég líkamsræktarstöð sem hét Vaxrtarræktin. Þessi stöð var sett á laggirnar til að þjóna bæði líkama og heilsurækt. Þar var ég einnig með til sölu líkamsræktar áhöld sem ég var að flytja inn og selja. Þetta var ekki stórt í sniðum en þarna vorum við með öll þau tæki og tól sem við vorum að leggja áherslu á og fannst mér við hæfi að nýta sýnishornin til kynningar. Þetta var stór salur ásamt risi sem var ætlað fyrir vaxtarmótun þ.e. nafnið sem síðan varð Rope Yoga.

Þessi starfsemi gekk með ágætum og vorum við mest í einkaþjálfun, meðal annars fyrir fegurðarsamkeppni íslands og módelsamtökin. Ég hafði hafið mína þróun og þjálfun um 16 ára aldur og var mikill áhugamaður um líkamsrækt og hreysti þannig að ég var mikið viðloðandi þennan heim. Ég og dró svo smá saman inn í forsvar og einkaþjálfun og varð þannig fyrsti einkaþjálfarinn á Íslandi. Þetta gerði það að verkum að mér fannst tilefni til að viða að mér frekari þekkingu.

Á þessum tíma var ég með umboð fyrir Weider líkamsræktarvörurnar og gaf út tímarit sem hét Líkamrækt & Næring sem var fyrsta heilstæða tímaritið um þessi efni á Íslandi. Ég hafði verið ötull við að bæði þjálfa og mennta mig í þessum fræðum. Það sem ég hins vegar lærði fljótlega var að þeir skjólstæðingar mínir sem náðu mestum árangri voru þeir sem voru tilbúnir að breyta um viðhorf og skilgreina tilgang með þjálfun sinni þ.e. afhverju vilt þú það sem þú segist vilja?

Þetta gerði það að verkum að ég fór að viða að mér frekari þekkingu eins og feldenkrais, heller work, rolfing, Alexander tækni og bioenergetics sem stuðlaði að því að andlegi, huglægi og tilfinninga þátturinn væru til staðar í þjálfuninni og þá varð jóga fyrir valinu sem næsti áfangastaður. Ég hafði kynnst og þjálfað smá hugleiðslu en ekki hatha jóga eða heimspeki nema að takmörkuðu leyti.

Ég ákvað að fara til Kripalu jóga setursins í Lenox Massachusetts USA og skráði mig á 2 námskeið, annars vegar Raw Juice föstu og Inter Quest Intensive sem þýðist sem magnað innra ferðalag. Ég varð svo snertur að ég bætti við mig 10 daga námskeiði sem hét The advanched self. Þetta voru mín fyrstu skref í þessu umhverfi sem þá var í forsvari Amrit Desai eða Gurudev eins og hann er nefndur. Eitt það fyrsta sem ég man eftir að hreif mig var mynd af Gurudev sem á stóð; You are the creator, what ever you believe is what you create and that is what you become. Sem þýðist; Þú ert skapari þín veruleika, það sem þú trúir er það sem þú skapar og úr þér verður. Þetta hitti mig í hjartastað þar sem ég trúi á orsök og afleiðingu og það að við höfum alltaf val, vald.

Los Angeles.

Þarna kynntist ég mörgu öflugu fólki bæði nemendum og kennurum sem leiddi til þess að ég var fengin til að halda námskeið í kviðvirkni í stórum sal með rúmlega 90 þátttakendum og varð ég mjög hissa þegar ég uppgötvaði að meira segja jógarnir höfðu takmarkaðan aðgang að kviðnum. Kviðnum sem var miðja og kjarni vaxtarmótunnar sem ég var að kenna á Íslandi. Rope Yoga böndin eru verkfæri sem gera okkur kleyft að styrkja kviðinn og losa um bakið án þess að spenna hálsvöðva og mjaðmagrindarvöðvanna sem spenna og loka neðra bakinu.

Innsýn inn í mína nálgun

Í framhaldi af þessus námskeiðum var mér boðið að hitta Gurudev. Mér var sagt að hann hefði áhuga á allri líkamsrækt ekki aðeins jóga. Þetta varð að skemmtilegt tækifæri þar sem mér bauðst að þjálfa hann og veita honum innsýn inn í mína nálgun á því sem ég kallaði heildræna heilsurækt á þeim tíma, eða það sem kallast HeilRækt núna.

Þegar Gurudev var að lyfta lóðum með mér þá vitanlega lagði ég áherslu á athygli, átak og öndun og eftir æfinguna þá segir hann við mig; Gudni, what you are practising and teaching is dummbell yoga. Seinna þegar ég flutti til Los Angeles og hóf þar kennslu þá spurði skjólstæðingur mig að því hvað ég kallaði þessa nálgun, ég svaraði body skulpting, þá sagði hann af hverju ekki kalla þetta Rope Yoga? Þetta er greinilega jóga og þú notar bönd í þinni nálgun. Mér fannst þetta bara hnittið en áður en ég vissi var þetta fast. Í dag köllum við þessa nálgun GlóMotion Core/kjarni.

Vertu breytingin sem þú vilt

Guðni hefur komið víða að innan heilsuræktar eins og fyrr segir, en hver er megintilgangur kennslunnar, þegar hún er sett upp á þennan veg?

„Vertu breytingin sem þú vilt. Vitundar þjálfun í öllu sem þú aðhefst. Allt sem veitir athygli vex og dafnar. Þú ert Krafta Verk, ljósvera en ekki hugsanir eða viðhorf,  þó að það sem þú hugsar um hafi sannarlega áhrif, þannig að áhyggjur eru bæn, þegar þú ert með áhyggjur þá ert þú að veita því sem þú vilt ekki athygli og það verður að bón. Þú ert þú orka en ekki hugmynd og um leið og þú verður ábyrg, valfær vera þá eru þér allar gáttir opnar.

Það getur enginn hafnað sér til heilsu eða afneitað sér þangað til hann nær árangri.

Heilsa þýðir heilyndi og það getur enginn öðlast heilsu í óheilindum.“

Það eru fáir sem vilja og velja að líða vel

Hvað hefur komið þér mest á óvart eftir að þú fórst inn á þessa braut?

„Hvað það eru fáir sem vilja, velja að líða vel og vera hamingjusamir. Það eru margir sem vilja ekki líða illa, segja þeir þó að þeir séu ekki tilbúnir að gera þær breytingar sem þarf til valda annari líðan. Með öðrum orðum, hvað margir vilja sig ekki eins og þeir gerðu sig. Einu sinni heyrði ég af manni sem sagði; mér líður best illa og þegar maður er háður fjarveru eða sögunni sinni þá er maður stöðugt að valda sér þjáningu, aftur og aftur. Þess skal geta að sársauki er óumflýjanlegur en þjáning er val.“

Guðni hefur afrekað mikið og segist vera: „ánægður með er hversu vel þessari hugmyndafræði hefur verið tekið, þar með talið bókum mínum, námskeiðum og núna síðast Lífsfærniskólanum. Það er mikill náð að fá að þjóna í þessu samfélagi og geta lagt eitthvað af mörkum. Það er vert að muna að við erum það sem við gefum og það að gefa af mér gleður ávalt mitt hjarta.“

Andlega, fjárhagslega og líkamlega gjaldþrota

Samtali okkar víkur að þyngri málum, en hann tjáir okkur að:

„Mesta áskorun lífs míns var að verða andlega, fjárhagslega og líkamlega gjaldþrota þegar ég var 33 ára gamall. Í dag væri þetta líklega kallað kulnun. Þetta sama ár skildi ég við fyrri konu mína Katrínu og flutti síðan til Los Angeles þar sem ég hóf nýtt líf. Þegar ég fór til LA var ásetningur minn að kanna aðstæður og skoða annan vetvang fyrir starfsemi mína. Ég ætlaði mér ca 3 mánuði í þetta ferðalag og um leið að leita eftir skjóli frá sársauka mínum og vanmætti, einhvers konar hvíld. Ég flaug til Boston og fór fyrst til Kripalu í nokkra daga og síðan til LA. Los Angeles tók mér opnum örmum og 3 mánuðir urðu að 6 árum þar sem ég var að sækja um landvistarleyfi og gat ekki yfirgefið USA fyrr en ég hefði fengið græna kortið. Með því að skipta um umhverfi og hefja nýtt líf gat ég tekið athyglina frá sársaukanum og fært hana yfir á tækifærin og áskoranir sem mér stóðu til boða.“

Ég er mín helsta áskorun

Hverjar eru þínar helstu áskoranir í dag?

„Svarið við þessu er einfalt; ég er mín helsta áskorun en tækifæri á sama tíma. Ég óttast ekkert í sjálfu sér nema mig og þegar maður hefur lært og þjálfað sig í að óttast ekki óttann þá getur maður lokssins treyst sér til að standa með sér, hvað sem á gengur, þ.e. vilja mig umbúðalaust, eins og ég gerði mig.“

Gætirðu deilt með okkur hvað þér hefur þótt eftirminnilegast á þinni leið?

„Það er alltaf eftirminnilegast að heyra frá fólki sem hefur nýtt sér verkfærin sem ég hef hannað og þróað til að öðlast heilsu og almenna velsæld. Það gefur mér alltaf jafn mikið að lesa umsagnir eða hlusta á frásagnir manna sem ákváðu að taka ábyrgð, verða valfær og láta af eftirsjá og iðrun eða öðru einelti gagnvart sjálfum sér og öðlast þannig frelsi frá oki hugans, losna úr klóm og kjafti skortdýrssins. Með öðrum orðum að vera ekki lengur ánetjuð fórnarlambssögunni sem við erum svo mörg háð.“

Næst á döfinni hjá Guðna er námskeið sem byrjar 11. janúar. Námskeiðið er kallað Máttur Þakklætis sem er 66 daga ferðalag í varanlega velsæld, síðan máttur hjartans, máttur viljans og máttur næringar. Þannig líkur þessu skólaári í lok maí.

Guðni jógameistari segir okkur að lokum að:

„Þakklæti er gátt velsældar og örlæti er ljósið sem skín frá einlægu hjarta. Öll okkar starfsemi hvetur þig til að vera Krafta Verkið í þínu lífi, ofurvera, viljandi skapari sem veldur sinni tilvist, ekki lauf í vindi sem er vanmáttur, getuleysi eða slys.

Eina leiðin til að öðlast þennan mátt er að mæta til fulls inn í sína tilvist og birtingu. Vitundar þjálfunin sem við bjóðum uppá er styðsta og um leið öruggasta leiðin bæði til að öðlast varanlega velsæld og viðhalda henni, nefni ég þá sérstaklega GlóMotion HeilRækt sem verkfæri.

Árangur er sjaldan hamingja en hamingja alltaf árangur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -