Of kalt fyrir nálastungu
Í nýlegri færslu segir Guðný María frá heimsókn sinni á röntgendeild Landspítalans en þangað fór hún því lyfin sem hún tekur við krabbameininu hafa farið illa í hana. Gaf hún Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta færsluna:
„Krabbameinslyfin ráðast á alla kirtla líkama míns. Því var ég send í tölvusneiðsmyndatöku á Röntgendeildina. Það var óvenju kalt, ég illa klædd og hafði fastað eins og á að gera. Þá átti ég að drekka mikið af köldu vatni rétt fyrir myndatökuna.
Yndisleg jól framundan
Í samtali við Mannlíf sagðist Guðný María vera komin í mikið jólastuð enda mun hún fá ömmubörnin í heimsókn í fyrsta sinn:
„Ég er nánast búin að snúa þennan krabba niður og er komin í mikið jólastuð. Fyrstu alvöru jólin okkar allra eftir covid og ég fæ tvö ömmubörn í heimsókn til að baka smákökur með mér, sem yndislegt. Það hefur aldrei gerst áður og jólaskrautið er komið upp úr geymslunni hjá henni Guðnýju Maríu. Ég er búin í kaupa eina jólagjöf fyrir ömmudreng fyrir norðan,“ sagði söngfuglinn skemmtilegi og bætti við: „Með aðventukveðjum til ykkar allra.“