Miðvikudagur 18. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Guðný María var send á bráðamóttökuna með höfuðkvalir: „Með hjartað yfirfullt af þakklæti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan og gleðigjafinn Guðný María Arnþórsdóttir berst af krafti við erfitt beinmergskrabbamein og gengur baráttan vel. Hún þurfti þó á bráðamóttökuna vegna aukaverkana um helgina.

Sjá einnig: Guðný María með sannkallaðar gleðifréttir: „Ekkert í veröldinni getur toppað það“

Guðný María, sem er hvað þekktust fyrir slagara á borð við Akureyrarbeib, Okkar, okkar páskar og Tjilla með þér, skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hún lýsti með sínu lagi heimsókn sinni á bráðavaktina. Þangað fór hún vegna gríðarlegs hausverkjar sem reyndist aukaverkun af krabbameinslyfi sem hún tekur. Guðný María gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta færsluna:

„Þessar höfuðkvalir byrjuðu fyrir alvöru eftir síðasta lyfjakúr. Ég komst ekki í skólann í vikunni og þótt ég fengi mér Panodil, þá gat ég eins étið sokkana mína 😀 Í gær gafst ég upp og hringdi upp á Krabbameinsdeild, þeir sendu mig á slysadeildina.

Á biðstofunni talaði maður svo hátt, þá hélt ég um höfuð mér til að verjast hávaðanum. Loks kemur hjúkrunarfræðingur og biður mig um að fylgja sér inn í sjúkrastofu. Þar var dimmt og dásamlegasta rúm í allri veröldinni. Ásamt þögninni.
Eftir einhverja stund kemur kona og spyr hvort hún eigi ekki að loka glugganum en kaldur stormur gaus þar inn og hvort ég vilji ekki fá sæng. Jú, ég var þakklát, stundum kann Guðný Maria ekki að hugsa um sig frekar en þegar hún var eins árs og fór fyrst að heiman. Ég er að læra það. Þá kom læknir og las allt um lyfin min, höfuðkvalirnar eru aukaverkun af öðru krabbameinslyfinu mínu. Hann gerði fleira, honum tókst að útskýra fyrir mér hvernig ég hefði samt komið betur út úr þessum lyfjakúr en síðasta. Stundum treysti ég ekki, en hann fékk mig jafnvel til að brosa og hann brosti.
Ég fékk ibúfen í æð og verkurinn hvarf rólega.
Guðný María fór heim sem ný kona klukkan 4.30 í nótt eftir ævintýri næturinnar, með hjartað yfirfullt af þakklæti til besta hjúkrunarfólks i veröldinni á bráðamóttökunni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -