Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Guðrún Helgadóttir er látin: „Þú ert okkar Astrid Lind­gren“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ástsæli rithöfundurinn og fyrrum alþingiskonan Guðrún Helgadóttir er látin, 86 ára að aldri.

Guðrún Helgadóttir fæddist þann 7. september árið 1935. Allra síðustu árin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Mörk og lést þar síðastliðna nótt. Hún lætur eftir sig fjögur börn og fjöldann allan af barnabörnum og barnabarnabörnum.

Guðrún var einn ástsælasti barnabókahöfundur Íslandssögunnar og sat á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið frá 1979 til 1995. Hún var forseti Alþingis frá 1988 til 1991 og þar með fyrst allra kvenna til að gegna því embætti í sameinuðu þingi.

Guðrún skrifaði fjöldann allan af barna- og unglingabókum sem hafa fyrir löngu markað spor sín í þjóðarsálinni.

Fyrsta bók hennar var sagan um tvíburana uppátækjasömu, Jón Odd og Jón Bjarna. Hún sagðist alltaf í viðtölum hafa kynnst þeim bræðrum í svefnherbergi barnanna sinna. Úr því varð þríleikur. Hún átti eftir að skrifa fleiri vinsæla þríleiki. Dæmi um aðrar mikils virtar bækur úr smiðju Guðrúnar er þríleikurinn Sitji Guðs englar, þríleikurinn Ekkert að þakka!, þríleikurinn Öðruvísi dagar og Lítil saga um latan unga. Hún skrifaði skáldsöguna Oddaflug og leikritin Óvitar, Hjartans mál og Skuggaleikur. Hún skrifaði einnig myndabækurnar Ástarsaga úr fjöllunum, Gunnhildur og Glói og Nú heitir hann bara Pétur.

Árið 1981 var gerð kvikmynd eftir bókum hennar um Jón Odd og Jón Bjarna, sem náði talsverðum vinsældum.

- Auglýsing -

Guðrún Helgadóttir vann til ótal verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín, líka utan landssteinanna.

Í apríl árið 2020 hlaut Guð­rún heiðurs­verð­laun IBBY á Ís­landi, Sögusteininn, fyrir framlag hennar til ís­lenskra barna­bók­mennta. Þar var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannes­son, sem af­henti Guð­rúnu verð­launin.

„Þú ert okkar Astrid Lind­gren og Tove Jans­son,“ sagði Guðni í ræðu sinni við tilefnið, þar sem hann þakkaði Guðrúnu fyrir störf hennar. Bækurnar þínar eru með boð­skap en líka fullar af lífi og fjöri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -