Laugardagur 28. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Þórdís minnist Guðrúnar föðursystur sinnar: „Blessuð sé minning Rúnu frænku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrún Helgadóttir, sjórnmálakona og einn ástkærasti barnabókahöfundur Íslands lést 23 mars síðastliðinn. Rithöfundurinn og ljóðskáldið Þórdís Gísladóttir skrifaði fallega minningargrein um Guðrúnu, sem var föðursystir hennar:

Í dag mun ég fylgjast með útför Guðrúnar í streymi frá Kaupmannahöfn. Ég skrifaði minningargrein sem ég birti líka hér fyrir neðan:

Það er óraun­veru­legt að kveðja föður­syst­ur sem hef­ur alltaf verið ein­hvers kon­ar stór­veldi í til­ver­unni. Hún var skemmti­lega frænka mín sem kom með Sverri og krakk­ana í kaffi til Hafn­ar­fjarðar um helg­ar. Við í stór­fjöl­skyld­unni sát­um heima hjá ömmu og afa á Jóff­an­um og það var talað hátt og reykt og rif­ist yfir öllu mögu­legu. Hún var frænk­an sem bauð mér í gisti­heim­sókn þegar hún hafði skrifað bók og ég fékk að lesa hand­ritið og segja mína skoðun. Þegar ég gerði at­huga­semd við val á nafni á einni sögu­per­sónu breytti hún nafn­inu í laumi og lét hana heita eft­ir mér og þegar bók­in var kom­in út og ég sá það sagði hún hlæj­andi: „Þarna spældi ég þig“ og okk­ur fannst þetta mjög fyndið.

Sem barn og ung­ling­ur fylgd­ist ég með henni í fjöl­miðlum og dáðist að því að hún nennti að ríf­ast við leiðin­lega og for­pokaða karla af heill­andi létt­leika. Ég skildi ekki margt sem fram fór á póli­tíska sviðinu en ég fylgd­ist með því hvernig frænka mín lét sig mik­il­væg mál­efni varða, hún barðist af festu fyr­ir flótta­menn, hún var frum­kvöðull að stofn­un Þýðing­ar­sjóðs og hún vann að efl­ingu sam­starfs meðal Norður­landaþjóða.

Þegar ég var heima hjá Rúnu að vakta húsið meðan á stúd­entsút­skrift Helgu stóð þurfti ég ekki bara að taka á móti blóm­um og skeyt­um held­ur líka svara sím­töl­um. Meðal ann­ars þurfti ég að hlusta á ókunn­ug­an karl­mann sem fann sig, af ein­hverj­um ástæðum sem ég áttaði mig eng­an veg­inn á hverj­ar voru, knú­inn til að hella sér yfir Guðrúnu Helga­dótt­ur. Hann taldi Guðrúnu aug­ljós­lega á hinum enda lín­unn­ar, kynnti sig og jós svo ein­hverj­um hroðal­eg­um skömm­um yfir mig. Ég hélt að þetta væri ein­hver kunn­ingi henn­ar en þegar ég nefndi nafn manns­ins og sagði Rúnu frá því að hann hefði hringt sagði hún: „Æ, elsk­an mín ég veit ekk­ert hver þetta er, það eru alltaf ein­hverj­ir menn að hringja í mig til að skamma mig og þvarga yfir ein­hverju.“

Þegar Rúna var kom­in á eft­ir­laun kíkti ég stund­um til henn­ar í há­deg­inu og var boðið upp á kaffi og frans­brauð með rúllupylsu. Svo spjölluðum við og horfðum kannski á ein­hverja kon­ung­lega at­höfn á er­lendri sjón­varps­rás eða beina út­send­ingu frá sænska þing­inu, því Rúna fylgd­ist með öllu af brenn­andi áhuga.

- Auglýsing -

Það var eins og Guðrún Helga­dótt­ir hefði miklu meiri tíma en aðrir. Hún skrifaði bók eft­ir bók og var sam­tím­is í meiri­hátt­ar ábyrgðar­stöðum og hún sinnti stórri fjöl­skyldu sem hélt svo áfram að stækka þegar tengda­börn, barna­börn og barna­barna­börn bætt­ust við. Hún sótti menn­ing­ar­viðburði, hitti vini sína og fékk alls kon­ar fólk í heim­sókn. Hún mátti alltaf vera að því að koma og lesa fyr­ir leik­skóla- og grunn­skóla­börn og svo hringdi hún reglu­lega til að spjalla og hrósa mér fyr­ir hitt og þetta og segja mér frá ein­hverj­um bók­um sem hún var ný­bú­in að lesa.

Ég veit að Guðrún­ar Helga­dótt­ur er víða saknað en hún gaf fjöl­skyldu sinni og vin­um óend­an­lega margt og hún áorkaði mörg­um og mik­il­væg­um verk­um sem aldrei gleym­ast og fyr­ir það eig­um við að vera þakk­lát. Blessuð sé minn­ing Rúnu frænku.
Þór­dís Gísla­dótt­ir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -