Alma Möller er ekki lengur landlæknir en Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra samþykkti lausnarbeiðni Ölmu en hún mun innan skamms hefja störf sem alþingsmaður og mögulega ráðherra.
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir tekur tímabundið við embættinu þar til það verður auglýst en Alma hefur landlæknir síðan árið 2018 og Guðrún sóttvarnalæknir síðan 2022 og mun sinna báðum störfum tímabundið. Guðrún tók við sem landlæknir 10. desember.
Embætti landlæknis verður auglýst laust til umsóknar á næstunni en heilbrigðisráðherra skipar, samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007, landlækni til fimm ára í senn, að fengnu mati nefndar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu.