Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Guðrún var misnotuð sem barn og fékk magasár 10 ára: „Læknarnir greindu mig ímyndunarveika“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrún Bergmann er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Guðrún, sem hefur lengi starfað við heilsu, glímdi sjálf við mikið heilsuleysi:

„Ég var alltaf sjálf að leita og læknarnir voru búnir að greina mig með ímyndunarveiki út af öllum einkennunum. Ég var búin að horfa á fólk í kringum mig taka mikið af lyfjum og vissi að það væri ekki mín leið. En einkennin voru mjög þrálát og ég var til dæmis alltaf með sýkingar í kinn-og ennisholum og meltingin í ólagi. Það var ekki fyrr en síðar að ég gerði þá tengingu að misnotkun sem ég varð fyrir sem barn hafi spilað inn í. Ég sé núna að það bjó til mikinn kvíða og setti líkamann úr jafnvægi. Ég fékk magasár þegar ég var bara 10 ára gömul, sem þótti með eindæmum og eftir það átti ég í miklu basli með meltinguna í mörg ár. Ég var að basla við alls konar vandamál í taugakerfinu og líkamanum í fleiri fleiri ár.“

Guðrún rifjar í þættinum upp áhugaverða tíma á ferli sínum:

Guðrún hefur um árabil haldið alls kyns námskeið og lauk nýlega námskeiði númer 80 í hreinu fæði og hreinsun á líkamanum

„Það er alltaf jafngaman að sjá hvað fólk finnur miklar breytingar á þeim 3 vikum sem það hreinsar fæðið. Eftir þessar vikur hefur fólk svo tækifæri á að velja upp á nýtt, þar sem kerfið er búið að hreinsa sig. Við lifum á tímum þar sem hefur aldrei verið meira af aukaefnum í mat og flestir eru í streitu, þannig að það er nauðsynlegt að gefa líkamanum tækifæri á að laga sig reglulega.“

Guðrún hefur verið óhrædd við að viðra skoðanir sem ganga gegn meginstraumnum á köflum og hún segir að það hafi aldrei verið mikilvægara en nú að fólk hlusti á innsæi sitt.

- Auglýsing -

„Það eru mjög órólegir tímar í heiminum og stjórnvöld eru að grípa inn í líf fólks á mjög mörgum sviðum, meðal annars varðandi heilsu í Covid-tímabilinu og hver og einn verður að reyna að finna innra með sér hvað er rétt og hvað ekki. Í mínum huga er það orðið mjög sérstakt að ein stofnun (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) sé komin með hálfgert alræðisvald yfir alls kyns hlutum,“ segir Guðrún

„Fyrir tveimur árum voru allir sem töluðu um það sem er að gerast í Davos og hjá World Economic Forum kallaðir samsærisfólk, en nú er mjög margt af þessu orðið opinbert og liggur beinlínis fyrir. Það er verið að ljóstra upp hlutum sem hafa verið í felum lengi og nú er ekki lengur hægt að loka bara augunum. Við höfum svolítið verið stödd í Truman-Show og svo einn góðan veðurdag opnum við augun og sjáum hvað er að gerast.“

Guðrún segist sjálf hafa orðið fyrir því að viðtöl við hana hafi ekki verið birt af því að hún sé að tjá hluti sem ekki eigi upp á pallborðið:

- Auglýsing -

„Ég fór til dæmis í viðtal hjá Ásdísi Ólsen, sem var tekið í mars á síðasta ári og átti að fara í loftið 11. apríl. Hún sendi mér klippur úr þættinum og allt í góðu með hljóð og mynd. En svo allt í einu segir hún mér að hljóðið hafi verið ónýtt í öllum hlutum viðtalsins. Og mér var ekki boðið að endurtaka viðtalið. Svo hafa fréttir úr þáttum þar sem ég hef tjáð mig verið teknar úr loftinu nokkrum klukkutímum eftir að þær voru settar inn.“

Guðrún segist löngu komin á stað þar sem hún verður að vera samkvæm sinni eigin sannfæringu og er sannfærð um það margt í tilverunni sé öðruvísi en virðist við fyrstu sýn:

„Við erum andleg vera í efnislegum líkama. Það er andinn sem fer þegar fólk deyr, ekki líkaminn. Hann verður eftir. Þetta sá ég þegar maðurinn minn dó. Hann dó heima og hálftíma eftir að hann var dáinn sá ég að andinn var farinn. Hann leit út eins og Gulli, en var ekki Gulli. Andinn var farinn úr skrokknum. Andinn var það sem bjó til allt í þessum líkama, enda talaði hann sjálfur um að hann væri ekki þetta farartæki sem hann var í, heldur andi. Ég fæ gæsahúð þegar ég tala um þetta.“

Hægt er að nálgast viðtalið við Guðrúnu og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -