Laugardagur 28. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Guðrún verður fyrir netníði eftir ósk um fjárhagsaðstoð: „Búið að taka mikið á mig og fjölskylduna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flestir landsmenn hafa fundið fyrir hækkuðu verði neysluvöru, leigu og bensíns. Fjöldi barna lifir undir fátæktarmörkum og skortur er á úrræðum fyrir þennan hóp.

Guðrún Ósk er öryrki og einstæð móðir þriggja barna. Þegar seðlar voru af skornum skammti og allt annað brást, leitaði hún á náðir samfélagsmiðla. Hún setti færslu inn á Facebook þar sem hún óskaði eftir aðstoð. „Þetta var eina leiðin, samkvæmt kirkjunni er ég of tekjuhá. Sérstakar húsaleigubætur í Reykjanesbæ eru 4000 kall, það er varla fyrir einum poka í Bónus,“ sagði Guðrún í samtali við Mannlíf.

Nokkrir veittu Guðrúnu hjálp og náði hún endum saman út mánuðinn. Ekki voru allir tilbúnir að láta frá sér pening skilirðislaust og fékk hún þónokkur skilaboð þar sem menn buðu henni pening fyrir kynlífsþjónustu, einhverjir voru tilbúnir að borga henni fyrir ástarsamband.

Fljótt fór Guðrún að sitja undir ásökunum, bæði á Facebook og Twitter. „Ég er búin að fá allskonar yfir mig. Ársgömul mynd sem tekin var í Sky Lagoon, af hverju ég ætti að geta farið í Sky Lagoon. Ég fékk þetta í þrítugsafmælisgjöf. Ég má ekki ganga í neinu, ég er hrædd við að fara í Nike föt. Ég fékk Micheal Kors tösku í jólagjöf frá frænku minni, ég er hrædd að sjást með hana.“

Fyrir nokkrum dögum setti Guðrún inn færslu í hópinn Tenerife Tips á Facebook. Þar spyr hún ráða, hvar sé hægt að kaupa verkjalyf fyrir börn og hvort verslunina Primark sé að finna á Tenerife. Hún var þó fljót að taka fram í ummælum að hún væri ekki á leið í utanlandsferð heldur ætlaði hún að fá kunningja til að kaupa fyrir sig. Twitter notendur tóku margir þátt í umræðum, þar sem skjáskot var sett af færslu Guðrúnar, án þess þó að ummælin væru höfð með.

- Auglýsing -

Arnar Arinbjarnarson er einn þeirra sem deildu færslu Guðrúnar en hann segist hafa látið hana hafa pening. Hann merkir þar annan mann sem styrkti Guðrúnu. „Við @ronniturbogonni erum aumingjagóðir og gáfum stúlku í neyð smá aur. Hún blokkaði okkur í kjölfarið. Við og aðrir sem sáu aumur á henni vorum að fjármagna ferð hennar til Tenerife! Skilgreiningin á siðblindu?,“ skrifar Arnar og bætir við, „Þessi kona er búin að rústa því að velviljað fólk hjálpi fólki í neyð. Hún er bara að hugsa um sjálfa sig og að fjármagna eigin utanlandsferðir! Ég mun aldrei hjálpa fólki í „neyð“ aftur.

Maðurinn sem merktur var við færsluna, Aron Mímir, lét ekki á sínu standa. „Maður hefði betur lagt allt saman inn á píeta samtökin þegar allt kemur til alls, það er bara hrifsað 10k hér og þar og hent sér bara í fléttur á amerísku ströndinni meðan ég vakna í frostinu og skafa bílinn. Áfram gakk.“

- Auglýsing -

Guðrún segist ekki hafa lokað á mennina, eins og Arnar tók fram í færslu sinni, heldur hafi hún slökkt á Facebook tilkynningum sem fylgja skilaboðum þeirra.

„Ég borgaði öðrum þeirra í baka í dag. Ég er að reyna að fá hinn til að senda mér reikningsnúmerið því ég vil bara borga þeim til baka, ég vil ekki að þeir geti notað þetta á mig. Þetta er búið að taka mjög mikið á mig og fjölskyldu mína,“ segir Guðrún. „Hann var voða passive aggressive, hann væri bara að hjálpa börnunum mínum og að ég þyrfti ekki að borga þetta, ég sagði honum að ég vildi ekki sitja undir þessari netníð.“

Guðrún segist vita til þess að fleiri konur hafi setið undir ásökunum frá sömu mönnum. „Það er önnur kona í nákvæmlega sömu stöðu og ég og hefur orðið fyrir barðinu á þeim.“

Guðrún er þó bjartsýn á framhaldið, hún er í námi og stefnir á að verða vinnufær á ný.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -