Veðurstofu Íslands hefur spáð gulri veðurviðvörun á Suðausturlandi: Norðan 18-25 m/s og snarpar vindhviður við fjöll, varhugavert fyrir bíla sem taka á sig mikinn vind
Snjókoma og síðar él norðan- og austantil, en léttir smám saman til sunnan- og suðvestanlands. Frost 1 til 10 stig.
Minnkandi vindur og ofankoma í nótt og í fyrramálið en vaxandi austan og suðaustanátt vestantil seint á morgun og fer að snjóa vestast annað kvöld. Kólnar í bili.
Á vef Vegagerðarinnar segir: Vegna mikillar úrkomu í nótt hefur færð spillst víða um land. Við hvetjum vegfarendur til að kynna sér vel aðstæður áður en lagt er af stað. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna norðan storms á Suðausturlandi. #færðin