Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Gul viðvörun og snjókoma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Færð á Suðurlandi verður erfið í dag en gul viðvörun er í gildi til klukkan átta í kvöld. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að færðin sé þegar mjög slæm og mikil snjókoma sé á Hellisheiði og í Þrengslum. Blint sé á köflum og vegfarendur því hvattir til þess að aka varlega.

Á höfuðborgarsvæðinu er búist við snjókomu í dag en frost á landinu er á bilinu 1 til 9 stig.
„Suðlæg átt og yfirleitt 3-10 og víða snjókoma vestantil á landinu, en einkum sunnanlands í dag. Úrkomulítið norðaustantil. Frost 0 til 12 stig, mest í innsveitum á Norðausturlandi.
Suðaustan 5-10 austantil á morgun, en norðaustan 8-15 um landið vestanvert. Víða snjókoma á köflum eða él, en yfirleitt þurrt á Suðvesturlandi. Sums staðar frostlaust á morgun, einkum við suður- og austurströndina, annars 0 til 8 stiga frost,“segir meðal annars á vef Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -