Þriðjudagur 21. janúar, 2025
-2.3 C
Reykjavik

Gulli Briem á tímamótum: „Ég er að enduruppgötva sjálfan mig, sem manneskju og sem tónlistarmann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnlaugur Briem eða Gulli Briem eins og hann er gjarnan kallaður á stórafmæli í dag. „Er hann fertugur í dag?“ gætu einhverjir spurt sig. Nei, trommarinn síungi er sextugur í dag. Þið lásuð það rétt, Gulli er sextugur í dag.

Gulli er hvað þekktastur fyrir að trommuslátt í hljómsveitinni Mezzoforte en hann hefur einnig spilað með böndum á borð við Ljósin í bænum, Dúndrið, Model, Mannakorn, Park project og Ófétin. Þá hefur hann gefið út nokkrar sólóplötur undir nafninu Earth affair og leikið inn á plötur hjá öðrum listamönnum.

Mannlíf sló á þráðinn hjá Gulla og spurði hann hvort og hvernig hann hyggðist halda upp á tímamótin.

„Ég er með allskonar fögnuði. Ég byrjaði nú í morgun á því að fagna með því að fá mér stórhátíðar kaffibolla sjálfur. Svo fór ég upp að Helgufossi þar sem ég gerði öndunaræfingar og henti mér svo í fossinn. Ég átti svona stund með sjálfum mér og náttúruöflunum, fjöllunum. Svo átti ég góðan hádegisverð með yngri dóttur minni og nokkrum vinum. Svo er ég með matarboð fyrir fjölskylduna annað kvöld. En svo er ég með tvö önnur afmæli, ég ætla að halda tvenna tónleika í október sem uppselt er á. Þá verða tvö afmæli eftir sitthvora tónleikana. Ég er annars bara mjög þakklátur fyrir að vera ofan jarðar og við góða heilsu. Og er bara að njóta lífsins.“

En hvað er framundan hjá Gulla, fyrir utan tónleikana í október?

„Ég er að skipuleggja tónleika í Noregi í nóvember. Það er sem sagt bara ég og svo norskt line up. Þetta eru frábærir hljóðfæraleikarar. Ég er að gera þetta svona í tilefni ársins og breyta út af vananum og spila með nýju fólki. Ég er að enduruppgötva sjálfan mig, sem manneskju og sem tónlistarmann. Og það er fínt tilefni til að gera það núna. Þetta er svona „total makeover“ og það er bara helvíti gaman. Þetta er mjög skemmtilegt og áhugavert ferðalag. Ég er hress og kátur og opinn fyrir ævintýrunum sem bíða mín.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -