Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Gunna Dís verður þulur Eurovision í ár: „Er að taka við þessu starfi undir krefjandi kringumstæðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrún Dís Emilsdóttir verður þulur í Eurovision í maí.

Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri sjónvarps hjá RÚV tilkynnti í dag að hin ástsæla útvarps- og sjónvarpskona, Guðrún Dís Emilsdóttir eða Gunna Dís eins og hún er oftast kölluð, verði þulur í næstu Eurovision keppni. Gísli Marteinn Baldursson, sem gengt hefur hlutverkinu um nokkurt skeið, gaf ekki kost á sér í ár vegna þátttöku Ísraels í keppninni.

Haft er eftir tilkynningunni að Gunna Dís sé spennt að takast á við verkefnið. „Ég hef fylgst með Eurovision frá unga aldri og heillast af þeirri menningarlegu fjölbreytni sem keppnin sýnir frá. Ég geri mér grein fyrir því að ég er að taka við þessu starfi undir krefjandi kringumstæðum. Það hafa verið skiptar skoðanir um keppnina í ár og allar eiga þessar skoðanir fyllilega rétt á sér. Ég er á leið til Malmö fyrir hönd RÚV og ætla að gera mitt besta í að lýsa því sem fyrir augu ber á stóra sviðinu í maí,“ segir Gunna Dís.

Í tilkynningunni kemur aukreitis fram að Rúnar Freyr telji reynslu hennar nýtast vel fyrir Eurovision. „Hún hefur sýnt það og sannað að hún er afar klár og reynslumikil fjölmiðlakona. Hún er fagleg og nýtur mikils trausts og virðingar,“ segir Rúnar Freyr í tilkynningunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -