Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Gunnar er æfur yfir afborgunum af húsnæðisláninu: „Það er einhver að taka mig í ósmurt …“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Í lok fyrsta ársfjórðungs á þessu ári hækkuðu afborganir mínar af húsnæðisláninu um 70% prósent. Lánið hafði verið á læstum vöxtum í nokkur ár og svo bara sísona opnast hurðin inn í aðeins bitrari veruleika. Þessi hækkun hafði ekkert gríðarleg áhrif á okkur hjónin þar sem við erum bæði tvö með stöðugar tekjur og lánið þannig séð ekki hátt en maður spyr sig hvert peningurinn, mismunurinn fari?“ Þannig hefst færsla Gunnars Dan Wiium, þáttastjórnanda hlaðvarpsveitunnar Þvottahúsið, verslunarstjóra og umboðsmannsins sem birtist á Facebook í morgun.

Í færslunni fer Gunnar mikinn gagnvart kerfinu sem virðist vera hannað til þess að halda almenningi niðri. Í næstu orðum sínum segist Gunnar vera einfaldur maður en að hann viti að eitthvað er ekki að ganga upp í húsnæðismálum á Íslandi.

„Málið er að ég er bara svona einfaldur maður sem mætir með nestispakka í vinnuna og skoða aldrei launaseðla en eitt veit ég og það er að ég er að borga það sem ég hélt að væru yfirdráttarvextir af húsnæðislánunum mínum. En eins og svo oft áður þá hef ég rangt fyrir mér því dag eru yfirdráttarvextir það sem fyrr og síðar voru og eru handrukkaravextir.

Það er einhver að taka mig í ósmurt í rassgatið en ég veit bara ekki hver eða hverjir eru að því. Líklega er um hópefli að ræða, mögulegt samsæri gegn láglaunafólki og millistéttin má blæða þó svo að útrýming hennar má taka tíma, allt til 2030, en samkvæmt því sem álhattarnir segja þá mun ég ekki eiga neitt árið 2030, ekki þurfa að eiga neitt árið 2030 en ég mun vera hamingjusamur.“

Því næst talar Gunnar um bankana:
„Á meðan ég og mínir glíma við “vinalega” handrukkaravexti og 8 hundruð krónu tannkremstúbur les ég um tveggja stafa hagnaðartölur í milljörðum bankana. Bankastýran stillir sér upp fyrir myndatöku í nýjum höfuðstöðvum sem byggður er úr stuðlabergi og kristal og hún brosir sínu breiðasta yfir árangri í starfi. Það er sem hún og hennar líkir séu ofbeldismennirnir í mínu lífi og yfir velgengni sinni brosir hún í dragtinni sinni, bláu dragtinni sinni.“

Segist Gunnar þó ekki vera að ráðasta á eina ákveðna manneskju, heldur hugmyndafræði.

„Ég er ekki að ráðast neinn einstakling heldur hugmyndarfræðinni sem einstaklingurinn þjónar því fyrir ekki svo mörgum árum síðan var þetta ekki svona. Það er ekkert eðlilegt að á tíu árum er húsið mitt búið að þrefaldast í verði og fyrir mér er það alls ekkert gleðiefni.

Þegar ég tvítugur keypti ég mér einbýlishús á Grettisgötu fyrir 6.5 milljónir og ég var á þeim tíma nemi í húsasmíði og á nemalaunum og ég var einn. Ég réð við afborganir af lánum þó svo að ég þurfti að vera sparsamur.“

- Auglýsing -

Gunnar segir að á þeim 28 árum sem liðið hafa, hafi fasteignaverð tuttugufaldast.

„Síðan þá, á 28 árum hefur fasteignaverð tuttugu faldast og vextir nánast þrefaldast. Launin hins vegar hafa ekki tuttugufaldast, ef svo, væri nemi í húsasmíði með 30 þúsund í tímalaun en ég get lofað ykkur því að svo er alls ekki. Í þá daga gat ungt fólk hent í útborgun á íbúð með því að leggja fyrir í nokkra mánuði eða ár. Í dag hins vegar er staðan allt önnur. Í dag tæki það einstakling ca 10 – 15 ár að leggja fyrir útborgun í 3-4 herbergja íbúð ef hann myndi setja 70 þúsund til hliðar á hverjum mánuði.“

Að lokum segir hann að kerfið sé „holótt og gallað“ og að það haldi „stéttarskiptum þrældóm“.

„Svo er það Sigga skúringarkona sem á ekki fyrir útborgun í íbúð og kemst ekki í gegnum greiðslumat fyrir húsnæðisláni en samt má hún sitja í 350 þúsund króna leigu einhverstaðar í Njarðvík undir járnhæl fasteigna mafíunar. Og talandi um greiðslumat, ég fór í greiðslumat þegar ég endurnýjaði mín lán fyrir nokkrum árum og fór í óverðtryggt en það var aldrei tekið inn í jöfnuna að afborganir myndu hækka um 70% nokkrum árum seinna á meðan launin mín hafa ekki gert það. Ef það hefði verið tekið í jöfnuna hefði ég ég aldrei farið þar í gegn svo þetta er holótt og gallað kerfi sem heldur okkur í þrældóm, stéttarskiptum þrældóm og þrælasalinn, ofbeldismaðurinn eða konan er á forsíðunni umkringd stuðlabergi og kristal og á hlaðborði hennar í dag er naut í bernes og ætli Mc Gauti skemmti ekki á fredagsbarnum með sína kúlu fyrir gigg.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -