Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson skýtur bylmingsfast á Samfylkinguna með því að birta 17 ára gamla auglýsingu frá flokknum.
Gunnar Smári spyr af hverju almenningur á Íslandi hafi misst trú á stjórnmálum, í nýrri færslu á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins í dag. Með þeim vangaveltum birtir hann 17 ára gamla auglýsingu frá Samfylkingunni þar sem flokkurinn lofar öllu fögru varðandi Reykjavík. Eitthvað sem Gunnar Smári segir að Samfylkingin hafi ekki staðið við. Segir hann að á fjögurra ára fresti birti flokkurinn sama loforðalistann, „nánast óbreyttan“ en standi svo ekki við hann. Færslan er í heild sinni hér að neðan.
„Afhverju hefur almenningur á Íslandi misst trú á stjórnmálunum? Er eitthvað að almenningi á Íslandi? Eða er eitthvað alvarlegt að stjórnmálunum á Íslandi?
Um hvað eru borgarmál í dag? Það er í raun engin leið að greina það. Umræðan er mest eitthvert undarlegt menningarstríð milli hjólandi og akandi, eins og þetta sé sitthvor hópurinn. Og hvers vegna? Gjaldþrota stjórnmálafólk grípur alltaf til menningarstríðs til að fela eigin vangetu, fela að það hefur enga stefnu aðra en að vera í starfi þar sem fylgir bíll og bílstjóri.“