Gunnar J. Árnason, heimspekingur í listum og fagurfræði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, 10. febrúar síðastliðinn, að því er framkemur í tilkynningur frá fjölskylda og aðstandendum hans. Gunnar var fæddur í Reykjavík 27. nóvember 1959. Foreldrar hans eru Árni Kristinsson læknir,(f. 1935,) og Erla Cortes ritari, (f. 1939, d. 2006). Gunnar ólst upp á Englandi fyrstu ár ævinnar, en flutti síðar í Vesturbæ Reykjavíkur.
Gunnar lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og School of Visual Arts í New York áður en hann sneri sér að heimspeki og fagurfræði, sem hann nam við Háskóla Íslands og síðar við Cambridge háskóla á Englandi. Hann kenndi heimspeki lista og fagurfræði um árabil við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands.
Eftir Gunnar liggja fræðibækur og fjöldi greina á sviði myndlistar og heimspeki.
Gunnar starfaði sem sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, nú barna- og menntamálaráðuneyti, frá árinu 2004 þar til hann lést.
Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Soffía Karlsdóttir og eru börn þeirra Árni Freyr, Sunnefa og Júlía.