Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Gunnar segir ýmsar ástæður fyrir verðhækkunum: „Þá yrði þetta fólk væntanlega allt atvinnulaust“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Bændasamtakanna telur hækkandi verð á landbúnaðarvörum eðlilegt.

RÚV birt í gær frétt um verðsamanburð á landbúnaðarvörum og hafa sumar vörur hækkað gífurlega í verði. Kíló af íslenskum kartöflum hefur hækkað um 84% frá 2021 og kílverð á frosnu lambabæri um 50%.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir margt spila inn í þessar verðhækkanir.

„Meginástæðan þar er náttúrulega léleg afkoma í landbúnaði, auknum álögum á úrvinnslugjaldi á rúlluplasti, áburðaverð hefur ekki lækkað sem neinu nemur. Það eru ýmsir áhrifaþættir sem hafa leitt af sér að þetta er ekki eitthvað sem bændur taka af eigin fé, því það er nánast hverfandi það sem til er þar,“ sagði Gunnar í viðtali við Vísi um málið. 

„Ef menn ætla að fylgja því sem stendur í búvörulögum, að bændur eigi að njóta kjara eins og aðrar stéttir í landinu, veltir maður fyrir sér hvernig þeir eiga að gera það öðruvísi en að fá hærra verð fyrir afurðirnar.“

Margir hafa gagnrýnt ákvörðun Alþingis að framlengja ekki undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu og segja það lykilatriði í þessu máli.

- Auglýsing -

„Það eru um það bil þrjú þúsund manns sem að vinna við landbúnað og síðan eru átta þúsund afleidd störf í landbúnaði. Ef galdralausnin er sú að flytja allt þetta inn, þá yrði þetta fólk væntanlega allt atvinnulaust,“ sagði Gunnar í lokin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -