Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Gunnar Smári æfur vegna fjölmiðlastyrks Moggans: „Þetta er í raun brandari, frekari steiktur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Gunnar Smári Egilsson er æfareiður yfir þeim risastyrk sem Morgunblaðið fékk frá ríkinu á dögunum.

Sjá einnig: Fjölmiðlar fá rúman hálfan milljarð í styrk

Fjölmiðar landsins hafa nú fengið kærkomna innspýtingu frá ríkinu í formi fjölmiðlastyrks en heildarupphæðin hljóðar upp á rúman hálfan milljarð króna. Sumir fá þó talsvert meira en aðrir miðlar en hæsta styrkinn fékk, eins og áður, Morgunblaðið en styrkurinn hljóðaði upp á heilar 123 milljónir. Þá fékk Viðskiptablaðið 40 milljónir. Gunnar Smári skrifaði:

„Ég veit ekki með þessa meðferð á almannafé. Til hvers er verið að gefa útgerðinni 123 milljónir til að halda úti Mogga eða bröskurunum sem eiga Viðskiptablaðið 40 milljónir, menn sem reka starfsmannaleigur? Af þessu fé fer 78% í það sem kalla má almenna fjölmiðlun, það er ekki byggðablöð eða tímarit/vefur um séráhuga. Og af því sem fer í almenna fjölmiðlun rennur 3/4 til auðfólks sem keypt hefur fjölmiðla til að stýra umræðunni á Íslandi. Er það virkilega aðkallandi verkefni, að styðja auðfólk til að hafa enn meiri áhrif á samfélagið?“

Að lokum segir Sósíalistaforinginn að málið sé steiktur brandari:

„HSamstöðin fær þarna lítinn styrk, um 5% af því sem Mogginn fær og um 15% af því sem Viðskiptablaðið fær. Þetta er í raun brandari, frekari steiktur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -