Þriðjudagur 29. október, 2024
5.1 C
Reykjavik

Gunnar Smári hefur áhyggjur: „Ljóst að við erum sem samfélag á alvarlega rangri leið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson segir að augljóst sé að íslenskt samfélag sé á „alvarlega rangri leið“.

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson segir í nýrri Facebook-færslu að ljóst sé að samfélagið á Íslandi sé í vændræðum.

„Þegar fæðingartíðni fellur, kannanir sýna að fleirum líður illa og helst hinum ungu og öldruðu, ósætti og grimmd er áberandi, lífslíkur vaxa ekki lengur, traust á stofnunum fellur og trú á stjórnmálin er horfin, öllum augljós vangeta þeirra til að gæta almannahags; þá er ljóst að við erum sem samfélag á alvarlega rangri leið.“

Segir hann að þetta sé afleiðing af samfélagstilraun þar sem meðal annars er alið á „botnlausri fyrirlitningu gagnvart hinum veiku og fátæku“.

„Afleiðing af þeirri samfélagstilraun sem keyrð var í gegn og byggðist á upphafinni einstaklings- og efnishyggju, sturlaðri tignun á ríku fólki og botnlausri fyrirlitningu gagnvart hinum veiku og fátæku, er orðið mein sem þrýstir ekki aðeins hinum veiku ofan í bjargarleysi heldur leysir upp samfélagið og brýtur niður einstaklinga, eitrar sálina eins og illkynja æxli. Við verðum að bregðast við strax og sveigja af braut. Hvert okkar um sig og við sem heild. Amen.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -