Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, vill finna hópinn sem hann segir að ætli að ná völdum í Íslandsbanka í samstarfi við erlenda sjóði.
Í nýrri færslu á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins segir Gunnar Smári frá kenningu sinni um yfirtöku á bankanum og talar um aðferð „Kolkrabbans“ í því samhengi. Við færsluna hlekkjar hann á frétt Kjarnans um kaup einkafjárfesta í Íslandsbanka.
„Til að lesa úr þessu þarf að finna hópinn sem ætlar að ná völdum í bankanum í samstarfi við erlenda sjóði, ganga út frá að ríkið muni fylgja þeim sem nær völdum og lífeyrissjóðirnir einnig. Það þarf því að finna hóp sem á ca. 3-4% samanlagt og sem hefur rætt við erlendu sjóðina um raunverulega yfirtöku. Þetta er aðferð Kolkrabbans, að stjórna fyrirtækjum í gegnum mikinn minnihluta vegna þess að stórir aðilar eru víkjandi, láta litlum frekum körlum eftir stjórnina.“