Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Gunnar Smári rífur í sig ríkisstjórnina: „Ríkisstjórnin rífur Davíðs-múrinn í heimsku og yfirgangi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson, einn stofnanda Sósíalistaflokks Íslands er harðorður í garð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í nýjustu færslu sinni á Facebook-vegg Sósíalista.

Gunnar Smári hlekkjar frétt um óvinsældir þjóðarinnar með söluna á Íslandsbanka, við færsluna en einungis 7% eru sátt við söluna. Gengur hann svo langt að tala um heimsku stjórnarinnar.

„Ríkisstjórnin rífur Davíðs-múrinn í heimsku og yfirgangi. Hér kemur fram að 83% eru ósammála ríkisstjórninni og fjármálaráðherra um að bankasalan hafi lukkast vel en aðeins 7% sammála. Þetta er mikill munur. Þegar ríkisstjórnin hefur farið gegn vilja almennings í stórum málum hefur fylgi við stjórnina sjaldan farið niður fyrir 14%, sem er fylgið sem Davíð Oddsson fékk í forsetakosningum. Nú er Davíðs-múrinn rifinn. Jafnvel þótt við skiptum fylgi þeirra sem taka ekki afstöðu milli valkostanna, þá nær fylgi við leið ríkisstjórnina ekki nema 8%.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -