Gunnar Smári Egilsson, einn stofnanda Sósíalistaflokks Íslands er harðorður í garð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í nýjustu færslu sinni á Facebook-vegg Sósíalista.
Gunnar Smári hlekkjar frétt um óvinsældir þjóðarinnar með söluna á Íslandsbanka, við færsluna en einungis 7% eru sátt við söluna. Gengur hann svo langt að tala um heimsku stjórnarinnar.
„Ríkisstjórnin rífur Davíðs-múrinn í heimsku og yfirgangi. Hér kemur fram að 83% eru ósammála ríkisstjórninni og fjármálaráðherra um að bankasalan hafi lukkast vel en aðeins 7% sammála. Þetta er mikill munur. Þegar ríkisstjórnin hefur farið gegn vilja almennings í stórum málum hefur fylgi við stjórnina sjaldan farið niður fyrir 14%, sem er fylgið sem Davíð Oddsson fékk í forsetakosningum. Nú er Davíðs-múrinn rifinn. Jafnvel þótt við skiptum fylgi þeirra sem taka ekki afstöðu milli valkostanna, þá nær fylgi við leið ríkisstjórnina ekki nema 8%.“