Í færslu sem Gunnar Smári birti í gær á Facebook-síðu Sósíalistaflokks Íslands, má sjá lista yfir verðbólgu í júlí samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu.
„Verðbólga í júlí samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu. Ég merki inn lönd með evru eða sem hafa gjaldmiðil sinn bundinn við evru. Að meðaltali er verðbólga á Evrusvæðinu 8,5% en hún er frá 6,1% til 22,0% eftir löndum. Þið getið rétt ímyndað ykkur álagið á Eystrasaltslöndin þar sem verðbólga er um og yfir 20% en stýrivextir 0,5%, taka mið af þörfum og pólitík þýskra stjórnvalda.“
Þá talar Gunnar Smári um að þegar búið sé að taka húsnæðisbóluna út úr dæminu sé ástandið ekki svo slæmt hér á landi, í samanburði við meginland Evrópu.
Þórbergur nokkur skrifar athugasemd við færsluna og gefur Gunnari Smára ekkert eftir í gagnrýni sinni á stjórnvöldum.
„Hér beita stjórnvöld hinni einu skotheldu aðferð til að auðmenn geti grætt sem aldrei fyrr. Allt verður þeim að féþúfu. Er það ekki alveg dæmalaust að stríð tveggja ríkja langt í burtu verði til þess að moldríkir íslenskir verktakar og heildsalar mokgræði á tá og fingri nótt og dag allan ársins hring einfaldlega vegna þess að stjórnvöld vilja hafa hlutina þannig.