Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Gunnar Smári spáir í kosningarnar: „Samfylkingin rekur einhæfa og leiðinlega kosningabaráttu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Það er ekkert hallærislegra en svona I told you so-statusar. En hér er einn. Ég fullyrti við Rauða borðið í sumar að Viðreisn myndi mælast stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í könnun fyrir nóvember. Það hefur nú gerst.

1. Samfylkingin: 22,8%
2. Miðflokkur: 17,0%
3. Viðreisn: 13,8%
4. Sjálfstæðisflokkur: 13,7%.“

Þannig hefst Facebook-færsla Sósíalistaforingjans Gunnars Smára Egilssonar sem hann birti í gærkvöldi. Í færslunni viðrar Gunnar Smári spár sínar fyrir verðandi kosningar í lok nóvember. Segir hann Samfylkinguna reka „einhæfa og leiðinlega kosningabaráttu“.

„Ég hef spáð áframhaldandi falli Sjálfstæðisflokks, allt eins og að hann geti jafnað sig. Og að fylgi renni frá Samfylkingu, sem rekur einhæfa og leiðinlega kosningabaráttu sem virðist miðast að því að þynna stefnuna út svo að Valhöll líki, til Viðreisnar, sem í vondu efnahagsástandi situr ein að ESB og evru sem lausn allra mála.“

Þá spáir Gunnar Smári því að Sósíalistaflokkurinn verði forystuafl vinstrisins á Íslandi í komandi kosningum.

„Ég spái að Sósíalistaflokkurinn muni ná því í þessum kosningum að verða forystuafl vinstrisins á Íslandi, jafnvel eini vinstri flokkurinn. Og að Sósíalistar muni líka taka við af Pírötum sem stjórnmálaafl þeirra sem misstu trú á stjórnvöldum í Hruninu. Að í flokknum mætist þessir tveir straumar; róttækur sósíalismi sem rann eftir 20. öld og anti-establishment hreyfing Hrunsins sem er að þróast yfir í anti-capitalisma. Sósíalistar eru eini flokkurinn sem getur orðið farvegur fyrir þá vaxandi tilfinningu að samfélagið sé að þróast alvarlega til verri vegar.“

Að lokum segir hann það afar brýnt að Sósíalistar bjóði fram sterkan þingflokk til stjórnarmyndunar.

„Það er gríðarlega mikilvægt að Sósíalistar mæti með sterkan þingflokk til stjórnarmyndunar. Án þeirra verða allar ríkisstjórnir meira og minna sama tóbakið, samsettar af flokkum sem boða breytingar en vilja samt engu breyta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -