Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands vekur gjarnan athygli er hann skrifar Facebook-færslur enda kjarnyrtur í skrifum og skemmtilega kaldhæðinn. Í nýjasta færslunni talar hann um laun bæjastjóra Kópavogs.
Laun bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu eru afar há á heimsvísu eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum en virðist það ekki ætla að breytast á næstunni.
Sjá einnig: Laun íslenskra bæjarstjóra – Best í heimi!
Í færslu Gunnars Smára á Facebook-vegg Sósíalistaflokksins, skrifar hann við frétt um nýjan launasamning sem gerður hefur verið við oddvita Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóra, Ásdísi Kristjánsdóttur.
„Sjálfstæðismenn í Kópavogi stefna á að bæjarstjórinn þeirra sé með hærri laun en borgarstjórar New York og Parísar … til samans. Það vantar margt í þetta lið, en tilfinning fyrir eigin mikilvægi er ekki þar á meðal. Ef Sjálfstæðismenn réðu New York myndu þeir borga borgarstjóra sínum 550 m.kr. á mánuði, sé miðað við íbúafjölda.“