Gunnar Smári Egilsson segir nýfrjálshyggjuna vera „gagnbyltingu hinna ríku gegn sigrum verkalýðsins“.
Sósíalistaforinginn Gunnar Smári skrifaði færslu á Facebook í dag, en hann hlekkjaði umfjöllun Samstöðu um bankastjóra og stórforstjóra og hvernig þeir vilji „lama samfélagið“. Segir hann að kröfur Eflingar muni kosta fyrirtæki um sex milljarða á meðan verkbann SA muni kosta fyrirtækin sex milljarða á dag.
„Fólkið sem leggir til lokun samfélagsins. Kröfur Eflingar myndu kosta fyrirtækin um 6 milljarða króna. Verkbann kostar fyrirtækin líklega um 6 milljarða króna á dag. Það telur stjórn SA þess virði, til að halda niðri kjarabaráttu fátækasta verkafólksins.