- Auglýsing -
Varað hefur verið við svikahröppum sem huga að listaverkakaupum hér á landi inn á facebook hópnum Menningarátökin.
Viðvörunin hljóðar svo:
„Ég sendi hér út viðvörun um svikaprettirefi sem þykjast vilja kaupa listaverk til Bandaríkjanna eða Bandaríkjamaður í Úkraínu sem vill kaupa verk. Þeir ganga langt í að ganga frá kaupum, tryggingum, sendingum og allt virðist í lagi. Ég ráðfærði mig við svikadeild íslandsbanka o.s.fr.v og sendi aldrei verkin (aldrei að gera það fyrr en ðe monnís in ðe bank) svo þeir sviku mig ekki um annað en tíma á endanum.
Eftir töluvert japl, jarm og fuður kemur svo í ljós að þetta er scam, þegar þeir fara að biðja um peninga til að losa millfærsluna sem þeir segast hafa sent af stað í gegnum DB Citizen Bank & Trust og eitthvað sem þeir kalla Money IQ, sem líka skrifa manni bréf og allt virðist legit, þangað til þeir fara að sníkja.“