Laugardagur 23. nóvember, 2024
-4.8 C
Reykjavik

Gunnlaugur er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íþróttafréttamaðurinn og ljósmyndarinn Gunnlaugur Rögnvaldsson er látinn, hann var 62 ára gamall. Mbl.is greindi frá þessu.

Gunnlaugur fæddist í Reykjavík árið 1961 og ólst upp í Vesturbænum þar sem hann gekk í Melaskóla og síðar Hagaskóla. Hann æfði knattspyrnu með KR og var virkur í skátafélaginu Ægisbúum.

Gunnlaugar var mikill áhugamaður um akstur og íþróttir tengdar þeim en hann keppti í rallakstri og torfæru á bæði á Íslandi og erlendis. Þekktastur er hann þó fyrir að vera brautryðjandi í íþróttaumfjöllun um akstursíþróttir á Íslandi og þá sérstaklega Formúlu eitt. Gunnlaugur var umsjónarmaður og lýsandi Formúlu eitt hérlendis frá árinu 1997 og hlaut mikið lof fyrir fagmennsku sína á því sviði og tók hann viðtöl við öll stærstu nöfn sem tengjast þeirri íþrótt, allt frá ökumönnum yfir í keppisstjóra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -