Gunný Magnúsdóttir er alls ekki sátt við það að hvorki Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra né Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra hafi sýnt þá virðingu að mæta á aðalfund Góðgerðafélagsins Bata. Gunný og maðurinn hennar Tolli hafa unnið að málefnum þessa félags frítt fyrir ríkisstjórnina og finnst henni, að það minnsta væri, að setja sig í samband við sig og mæta á fundinn.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var dómsmálaráðherra á þeim tíma sem unnið var að uppbyggingu félagsins og Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra, fyrrum félagsmálaráðherra. Þau hafi bæði sýnt þessu verkefni mikinn áhuga og stutt vel við þau. Þess vegna kemur þessi ákvörður Gunnýjar mikið á óvart og vonar hún að þeir ákveði að lokum að mæta á fundinn á morgun.
Góðgerðafélagið Bati var stofnað af Tolla, en tilgangur félagsins er aðstoða þá sem hafa þurft að sæta réttargæslu við að komast út í samfélagið að nýju að lokinni afplánun. Þá hefur félagið unnið að því að veita skjólstæðingum Bata húsaskjól, ásamt fræðslu, atvinnu, utanumhald o.fl.
Hér má sjá facebook færsluna í heild sinni.
„Góðagerðafélagið Bati var stofnað af eiginmanni mínum Tolli ásamt fleirum eftir að Ásmundur Einar Daðason fyrrum félagsmálaráðherra bað hann um að koma á stofn hópi sem gæti bætt úrræði fyrir skjólstæðinga fangelsismálastofnunar til þess meðal annars að mæta kröfum pyntingarnefndar Evrópuráðs sem þótti illa farið með skjólstæðinga fangelsismálastofnunar. Tilgangur félagsins er aðstoða þá sem hafa þurft að sæta réttargæslu við að komast út í samfélagið að nýju að lokinni afplánun með því að veita þeim húsaskjól, ásamt fræðslu, atvinnu, utanumhalds o.fl.
Ég hef fengið að fylgjast með þessum hópi sem hefur lagt heilmikla vinnu í að koma ríkisstjórninni til hjálpar og koma þessu úrræði á laggirnar. Ég hef líka orðið vitni af hroka embættismanna sem vilja halda í refsistefnuna og sýnt þessu verkefni andúð. Ég vil samt nefna að bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrrum dómsmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason fyrrum félagsmálaráðherra voru í miklum tengslum við þennan hóp og vildu styðja við góðgerðafélagið Bata á allan hátt. Ég vil minna félagsmálaráðherra á það að eiginmaður minn og fleiri hafa unnið frítt fyrir hans ráðuneyti og það hefði verið honum til sóma hefði hann séð sér fært um að sýna því virðingu og mæta á aðalfundinn sem er á morgun. En hvorki hann né nýji dómsmálaráðherrann hafa sett sig í samband við góðgerðafélagið Bata.“
*Birt með leyfi Gunnýjar Magnúsdóttur.
*Fréttin hefur verið uppfærð.