Gústaf Níelsson sagnfræðingur segir það óbærilegt að horfa upp á bróður sinn Guðlaug hverfa inn í algleymi Alzheimers-sjúkdómsins. Hann gerir sér grein fyrir því að stríðið sé nú tapar þó Gulli, líkt og bróðir hans er kallaður, sé enn glaður og kátur og þekki sína nánustu.
Gústaf birti í dag mynd af þeim bræðrum á Facebook og veitti Mannlíf góðfúslegt leyfi til birtingar. Þar segir hann:
„Hér getur að líta tveggja ára gamla mynd af okkur Gulla bróður, sem er tekin á svölunum í höfuðstöðvun okkar hjóna á Spáni. Um sex ára skeið hefur hann tekið glímuna við sjúkdóm Alzheimers og nú er svo komið að stríðið er tapað og hann dvelur á Mörk. Hann er glaður og kátur, þekkir sína nánustu, en er alveg horfinn í algleymi þessa andstyggilega sjúkdóms, sem nútímalæknisfræði kann engin ráð við,“ segir Gústaf og bætir við:
„Ég heimsótti hann kvöldið áður en ég hélt í suðurátt í fyrradag og það er þungbært að horfa á lifandi dáinn mann, sem alltaf var hvers manns hugljúfi.“
Nánar var rætt við Gústaf í kvöldviðtali Mannlífs.