Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Gylfi er fallinn frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gylfi Pálsson skólastjóri er fallinn frá en mbl.is greinir frá andláti Gylfi, sem var 91 árs að aldri.

Gylfi fæddist á Akureyri árið 1933 og kláraði stúdentspróf í Menntaskólanum á Akureyri árið 1952. Hann hélt svo á sjó um tíma og vann á síldarplönum. Hann menntaði sig þó meira síðar og út­skrifaðist árið 1963 úr Háskóla Íslands með BA-próf í mann­kyns­sögu og bóka­safns­fræði ásamt prófi í upp­eld­is- og sál­ar­fræðum til kennslu­rétt­inda. Aðeins þremur árum síðar varð Gylfi skólastjóri Gagnfræðiskóla Mosfellsbæjar og sinnti því starfi alveg til 1991. Hann starfaði frá 1991 til 1994 sem for­stöðumaður rekstr­ar­deild­ar Fræðslu­skrif­stofu Reykja­nesum­dæm­is.

Gylfi var mikill stangaveiðimaður og var um tíma veiðivörður við Leirvogsá og Elliðaá. Þá var hann einnig formaður Lands­sam­bands stanga­veiðifé­laga og Stang­veiðifé­lags­ins Ármenn og ritstjóri Veiðimanns­ins.

Gylfi giftist Stein­unni Katrínu Theo­dórs­dótt­ur meina­tækni árið 1955 og eignuðust þau saman sex börn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -