Gylfi Pálsson skólastjóri er fallinn frá en mbl.is greinir frá andláti Gylfi, sem var 91 árs að aldri. Gylfi fæddist á Akureyri árið 1933 og kláraði stúdentspróf í Menntaskólanum á Akureyri árið 1952. Hann hélt svo á sjó um tíma og vann á síldarplönum. Hann menntaði sig þó meira síðar og útskrifaðist árið 1963 úr Háskóla Íslands með BA-próf í mannkynssögu og bókasafnsfræði ásamt prófi í uppeldis- og sálarfræðum til kennsluréttinda. Aðeins þremur árum síðar varð Gylfi skólastjóri Gagnfræðiskóla Mosfellsbæjar og sinnti því starfi alveg til 1991. Hann starfaði frá 1991 til 1994 sem forstöðumaður rekstrardeildar Fræðsluskrifstofu Reykjanesumdæmis. Gylfi var mikill stangaveiðimaður og var um tíma veiðivörður við Leirvogsá og Elliðaá. Þá var hann einnig formaður Landssambands stangaveiðifélaga og Stangveiðifélagsins Ármenn og ritstjóri Veiðimannsins. Gylfi giftist Steinunni Katrínu Theodórsdóttur meinatækni árið 1955 og eignuðust þau saman sex börn.